Kennslustjóri ráðinn

Alls bárust sautján umsóknir um starf kennslustjóra hjá Háskólasetri Vestfjarða, þar af ellefu frá Vestfjörðum og sex umsóknir utan Vestfjarða. Valnefnd hefur ákveðið að ráða Margréti Björk Arnardóttur til starfa. Margrét Björk er náms- og starfsráðgjafi í Árskóla á Sauðárkróki en hefur auk þess starfað sem náms- og starfsráðgjafi við Háskólann á Hólum og Farskólann – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. 

Margrét Björk Arnardóttir nýr kennslustjóri Háskólaseturs Vestfjarða tekur til starfa í janúar komandi.
Margrét Björk Arnardóttir nýr kennslustjóri Háskólaseturs Vestfjarða tekur til starfa í janúar komandi.

Ferðamál og umhverfi: heimsókn frá Franklin-háskóla

Hópur nemenda á vegum Franklin-háskóla í Sviss er nú staddur í fimm daga heimsókn á norðanverðum Vestfjörðum. Þetta er í fjórða sinn sem Háskólasetrið tekur á móti hóp frá skólanum og koma nemendur hingað til lands til að sitja 12 daga vettvangsnámskeið sem fjallar um áhrif ferðamennsku á umhverfi og samfélag og þar er Ísland notað sem dæmi, „Tourism and the Environment: Iceland“.

Glaðbeittur hópur nemenda Franklin University kominn á áfangastað í Háskólasetrinu.
Glaðbeittur hópur nemenda Franklin University kominn á áfangastað í Háskólasetrinu.
1 af 2

Starf kennslustjóra auglýst til umsóknar

Háskólasetur Vestfjarða leitar að kraftmiklum og metnaðarfullum kennslustjóra í fullt starf.

Útskriftarnemar úr fjarnámi og haf- og strandsvæðastjórnun sumarið 2016, ásamt rektor HA, forstöðumanni Háskólaseturs og f.v. fagstjóra meistaranámsins.
Útskriftarnemar úr fjarnámi og haf- og strandsvæðastjórnun sumarið 2016, ásamt rektor HA, forstöðumanni Háskólaseturs og f.v. fagstjóra meistaranámsins.

Nýr nemendahópur „loftslagsskóla“ SIT

Í morgun kom til Ísafjarðar hópur 17 bandarískra nemenda sem taka þátt í annarlöngu vettvangsnámi á vegum School for International Training (SIT) í Vermont í Bandaríkjunum. Námsleiðinni var hleypt af stokkunum haustið 2016 í samvinnu við Háskólasetrið og eru viðfangsefni hennar loftslagsmál á Norðurslóðum. 

SIT nemendur haustsins við komuna til Ísafjarðar.
SIT nemendur haustsins við komuna til Ísafjarðar.

Viltu hýsa skiptinema í haust?

Háskólasetur Vestfjarða leitar nú að fjölskyldum sem vilja hýsa bandaríska háskólanema tímabilið 14.september - 6.október.

Sveinbjörn
Sveinbjörn "Simbi" Hjálmarsson, Sóley Árnadóttir og fjölskylda tóku að sér tvo SIT nemendur s.l. sumar. (Mynd: Simbi)
Eldri færslur