Sjálfbær þangrækt: Verkefninu SUSCULT lokið

Verkefnið „Sustainable Cultivation of Seaweed“ (SUSCULT) um sjálfbæra ræktun þangs, sem Háskólasetrið hefur tekið þátt í lauk nú á dögunum. Útkoma verkefnisins er afar áhugaverð og opnar á fjölda hugmynda um áframhaldandi rannsóknir. Verkefnið var fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni og hafði það að markmiði að kanna möguleika á þangrækt á norðlægum slóðum, bæði með samantekt á rannsóknum um efnið og með lítilli tilraunaræktun.

1 af 3

Dr. Brack Hale ráðinn sem fagstjóri meistaranáms

Dr. Brack Hale hefur verið ráðinn sem nýr fagstjóri fyrir námsleiðina Haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða.

Brack Hale er með doktorspróf í landnýtingu frá Wisconsin-Madison háskólanum í Bandaríkjunum, M.E.M. gráðu í vatnsnýtingu frá Duke háskóla og bakkalárgráðu í samanburðarlandfræði frá sama skóla. Hann er prófessor í líf- og umhverfisfræði og deildarstjóri raun- og heilsuvísinda við Franklin háskólann í Sviss.

Dr. Hale hefur mikla reynslu af háskólastjórnsýslu, þróun námskrár, kennslu, gæðamati og stjórnun. Reynsla hans úr lítilli en um leið mjög alþjóðlegri stofnun á borðvið Franklin háskólann í Sviss mun án efa nýtast mjög vel við Háskólasetrið sem einmitt deilir þessum einkennum.

Brack Hale er ekki ókunnugur Háskólasetrinu enda hefur hann undanfarin áratug átt í margvíslegu samstarfi við Háskólasetrið. Hann talar auk þess nú þegar íslensku sem er mikill kostur. Frá árinu 2010 hefur hann komið með nemendahópa frá Franklin háskóla í vettvangsnám á Vestfjörðum og víðar á Íslandi, auk þess sem hann dvaldi í rannsóknarleyfi eina önn við Háskólasetrið árið 2017.

Starfið losnaði fyrr á þessu ári þegar Dr. Veronica Mendez Aragon, ákvað að snúa sér alfarið að rannsóknum á nýjan leik.

Mikil ánægja er með gæði umsókna en alls sóttu 15 um stöðuna þar af 12 með doktorspróf.

Dr. Brack Hale hefur verið ráðinn sem nýr fagstjóri fyrir námsleiðina Haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða.
Dr. Brack Hale hefur verið ráðinn sem nýr fagstjóri fyrir námsleiðina Haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða.

Íslenskuátakinu „Íslenskuvænt samfélag“ ýtt úr vör

Átakið sem hér er kynnt til sögunnar og ber heitið  Íslenskuvænt samfélag: við erum öll almannakennarar er sumpart til að sporna gegn þessari tilhneigingu. Aðaláherslan er lögð á þá staðreynd að öllum ætti að vera í lófa lagið að veita liðsinni er kemur að því nema tunguna. Til þess þarf fólk ekki að vera sérfræðimenntað á því sviðinu.

Nemendur á íslenskunámskeiðum hafa m.a. heimsótt Hversdagssafnið á Ísafirði.
Nemendur á íslenskunámskeiðum hafa m.a. heimsótt Hversdagssafnið á Ísafirði.

Vel heppnuð rástefna um íslenskt þjóðfélag

Dagana 13.-14. maí fór fram fjórtánda ráðstefnan um íslenska þjóðfélagið í Háskólasetri Vestfjarða. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var „Samfélag og náttúra – stál í stál eða hönd í hönd?“ Þetta er í þriðja sinn sem Háskólasetur Vestfjarða heldur ráðstefnuna en ýmsar háskólastofnanir á Íslandi skiptast á að halda hana.

Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs bauð gesti velkomna.
Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs bauð gesti velkomna.

Framhaldsnámskeið í íslensku í dymbilvikunni

Á föstudaginn langa lauk formlega framhaldsnámskeiði í íslensku fyrir útlendinga á stigi B2 sem Háskólasetrið hélt í dymbilvikunni. Margt var haft fyrir stafni á þessum fimm dögum sem námskeiðið varði þótt segja megi að hluti námskeiðsins, fyrir suma, hafi verið að mæta á Aldrei fór ég suður og hafi því námskeiðið dregist fram á sunnudag.

Námskeiðinu lauk formlega síðastliðinn föstudag með heimsókn til Peter Weiss forstöðumanns Háskólaseturs sem býr á Selaból í Önundarfirði.
Námskeiðinu lauk formlega síðastliðinn föstudag með heimsókn til Peter Weiss forstöðumanns Háskólaseturs sem býr á Selaból í Önundarfirði.
1 af 2
Eldri færslur