Sjálfbær ferðamennska í sjávarbyggðum

Johanna Schumacher, sem útskrifaðist úr haf- og strandsvæðastjórnun árið 2014, birti nýverið greinina „Mesuring and comparing the sustainability of coastal tourism destinations in Germany, Lithuainia and Indoneasia“. Greinin birtist í þverfræðilega tímaritinu Environment, Development, and Sustainability og byggir hún á meistaraprófsverkefni Johönnu þar sem einblínt var á notkun og bætingu sjálfbærnivísa (e. sustainability indicators) í sjávarbyggðum.

Johanna Schumacher birti nýverið grein í ritrýndu tímariti sem byggir á meistaraprófsverkefni hennar við Háskólasetrið.
Johanna Schumacher birti nýverið grein í ritrýndu tímariti sem byggir á meistaraprófsverkefni hennar við Háskólasetrið.

Samningur við Háskólann á Akureyri um meistaranám endurnýjaður

Nokkrir starfsmenn Háskólaseturs Vestfjarða héldu norður í land í síðustu viku í stutta heimsókn í Háskólann á Akureyri. Megin tilgangur ferðarinnar var sá að undirrita endurnýjaðan samning við HA um meistaranám en einnig var ferðin nýtt til fundahalda með ýmsum aðilum hjá þessum nána samstarfsaðila okkar.

Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs og Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA við undirritun samningsins. Ljósmynd: Hólmar Svavarsson.
Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs og Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA við undirritun samningsins. Ljósmynd: Hólmar Svavarsson.
1 af 2

Nýting á varma úr sjó í Önundarfirði

Nýverið birtist grein í tímaritinu Renewable Energy eftir Majid Eskafi sem útskrifaðist úr meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun árið 2016. Tímaritið Renewable Energy er meðal virtustu fagtímaritanna á sviði endurnýjanlegra orkugjafa en greinin byggir á meistaraprófsverkefni Majids sem fjallar um nýtingu varma úr sjó í Önundarfirði.

Nýverið birtist grein eftir Majid Eskafi sem unnin er úr meistaraprófsritgerð hans í haf- og strandsvæðastjórnun.
Nýverið birtist grein eftir Majid Eskafi sem unnin er úr meistaraprófsritgerð hans í haf- og strandsvæðastjórnun.
1 af 2

Astrid og Sigurður ráðin í starf verkefnastjóra meistaranáms

Á dögunum auglýsti Háskólasetur Vestfjarða laust til umsóknar tímabundið starf verkefnastjóra meistaranáms. Sextán sóttu um stöðuna þar af átta búsettir utan Vestfjarða.

Sigurður Halldór Árnason og Astrid Fehling hafa verið ráðin í starf verkefnastjóra meistaranáms við Háskólasetur Vestfjarða.
Sigurður Halldór Árnason og Astrid Fehling hafa verið ráðin í starf verkefnastjóra meistaranáms við Háskólasetur Vestfjarða.

Háskólasetrið og norðurslóðir

Háskólasetur Vestfjarða er staðset við jaðar Norðurskautsins, 66.0611° N, 23.1889°, það þarf því ekki að koma á óvart að málefni norðurslóða eru sameiginlegur þráður í báðum meistaranámsleiðum Háskólaseturs, Sjávarbyggðafræði og Haf- og strandsvæðastjórnun. Síðastliðinn september skipulagði Catherine Chambers, fagstjóri meistaranámsins við Háskólasetrið, málstofu um sjávarútveg og sjávareldi á norðurslóðum á vísindaráðstefnu Norðurslóðaháskólans sem fram fór í Oulu í Finnlandi. 

Meðal þátttakenda á UArctic ráðstefnunni í Oulu voru ýmsir sem tengjast Háskólasetrinu. Frá vinstri: Dr. Pat Maher, Cape Breton University kennari við Haf- og strandsvæðastjórnun; Dr. Barry Costa-Pierce, University of New England, prófdómari meistaraverkefna við Háskólasetur; Ögmundur Knútsson, HA, meðlimur í meistaranámsnefnd; Gunnar Már Gunnarsson, verkefnisstjóri Rannsóknamiðstöðvar HA; Catherine Chambers, fagstjóri meistaranáms við Háskólasetrið; og dr. Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri.
Meðal þátttakenda á UArctic ráðstefnunni í Oulu voru ýmsir sem tengjast Háskólasetrinu. Frá vinstri: Dr. Pat Maher, Cape Breton University kennari við Haf- og strandsvæðastjórnun; Dr. Barry Costa-Pierce, University of New England, prófdómari meistaraverkefna við Háskólasetur; Ögmundur Knútsson, HA, meðlimur í meistaranámsnefnd; Gunnar Már Gunnarsson, verkefnisstjóri Rannsóknamiðstöðvar HA; Catherine Chambers, fagstjóri meistaranáms við Háskólasetrið; og dr. Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri.
Eldri færslur