Sjávarbyggðafræði frestast um eitt ár

Þann áttunda mars síðastliðinn barst Háskólasetrinu sú ánægjulega frétt að mennta- og menningarmálaráðuneytið myndi styðja við nýja námsleið í Sjávarbyggðafræði sem Háskólasetur Vestfjarða býður upp á í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Þar með var óvissa um námsleiðina úr sögunni. Þegar grænt ljós kom frá ráðuneytinu í mars var tíminn af skornum skammti til að afla nemenda í glænýtt meistaranám á Vestfjörðum, jafnvel þótt síðasti mögulegi umsóknarfrestur, 5. júní, hafi verið nýttur. Námið hafði vissulega fengið mjög jákvæð viðbrögð og fjöldi fyrirspurna borist en á þeim stutta tíma sem gafst tókst hinsvegar ekki að fá ástættanlegan lágmarksfjölda til að fara af stað með námsleiðina nú haustið 2018. 

Útskriftarnemi hlýtur National Geographic styrk

Briana Bambic, sem útskrifast síðar í mánuðinum úr meistaranáminu í haf- og strandsvæðatjórnun, hlaut nýverið styrk frá National Geographic. Styrkurinn er ætlaður til að veita ungu fólki tækifæri til að leiða verkefni. Hluti af lokaverkefni Briönu í meistaranáminu byggði á því að skapa sýndarveruleika sem gerir áhorfendum kleift að upplifa breytingar á kóralrifjum í Belís undanfarin 40 ár.

Briana Bambic hlaut nýverið styrk frá National Geographic til að vinna framhaldsvinnu við meistaraprófsverkefni sitt.
Briana Bambic hlaut nýverið styrk frá National Geographic til að vinna framhaldsvinnu við meistaraprófsverkefni sitt.

Vel heppnuð ljósmyndasýning vísindamanna

Síðastliðinn þriðjudag opnaði sýning með ljósmyndum af vettvangi fræða og vísinda á Vestfjörðum í Bryggjusal Edinborgarhússins. Síðasti opnunardagur sýningarinnar í Bryggjusal er í dag, fimmtudaginn 31. maí, en sýningin opnar aftur á mánudag í versluninni Hamraborg.

1 af 3

Háskólasetrið er að leita að gestgjöfum

Viltu hýsa skiptinema í sumar? Háskólasetur Vestfjarða leitar að fjölskyldum sem vilja opna heimili sín fyrir háskólanemum  frá Bandaríkjunum sem koma í vettvangsnám til Ísafjarðar tímabilið 18.júní - 2.júlí 2018.

Góð reynsla er af móttöku slíkra nema á Ísafirði og nágrenni en frá árinu 2012 hefur Háskólasetrið haft milligöngu um heimagistingu fyrir hópa á vegum SIT skólans, School for International Training (SIT) í Vermont í Bandaríkjunum.  

Nemendahópurinn mun sitja námskeið um endurnýjanlegra orku og umhverfishagfræði sem nefnist Iceland: Renewable Energy, Technology, and Resource Economics. 

Markmiðið með heimagistingu er að gefa ungmennunum tækifæri til taka þátt í lífi fjölskyldu og kynnast þannig íslenskri menningu og tungu. Nemandi þarf að fá sitt herbergi, morgunmat og kvöldmat virka daga, en allar máltíðir um helgar. Virka daga er kennsla í Háskólasetrinu, um helgar er yfirleitt frí. Nemendurnir hafa í gegnum tíðina gist hjá fjölskyldum ýmist á Ísafirði, á Flateyri, í Hnífsdal, eða í Bolungarvík.

Við hvetjum áhugasama til að hafa samband við Astrid Fehling, verkefnastjóra hjá Háskólasetrinu í síma 456 3043 / 696 2178 eða astrid@uw.is eða facebook "SIT gestgjafar sumar 2018".

Fulltrúi Háskólaseturs þátttakandi á vinnufundi um Fremtiden i Disko Bugt

Forstöðumaður Háskólaseturs kom nýlega af vinnufundi sem var fjármagnaður af Norrænu ráðherranefndinni um sjálfbæra aðlögun að loftslagsbreytingum og alþjóðavæðingu í Diskobugt, Grænlandi. Þessi vinnufundur kemur einmitt á réttum tíma þegar Háskólasetrið er að setja á laggirnar nýja námsleið í Sjávarbyggðafræði.

Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða, ásamt Joan Nymand Larsen frá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar/Akureyri, hinum þátttakandanum frá Íslandi.
Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða, ásamt Joan Nymand Larsen frá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar/Akureyri, hinum þátttakandanum frá Íslandi.
1 af 2
Eldri færslur