Haustdagskrá átaksins "Íslenskuvænt samfélag – Við erum öll almannakennarar"

Háskólasetur Vestfjarða, Fræðslumiðstöð, Ísafjarðarbær ásamt fjölda einstaklinga tóku sig saman í vor og hrintu af stað átakinu Íslenskuvænt samfélag – Við erum öll almannakennarar. Átakið snýr að þeim sem vilja nota íslensku: Þau sem kunna málið nú þegar þurfa að læra að tala hægt og skýrt og temja sér þolinmæði, þau sem enn kunna lítið í málinu en vilja læra það þurfa á hverju tækifæri að halda til að beita því.

Haustdagskrá
Haustdagskrá

Þjóðfræðistofa á Ströndum og háskóli í München fá veglegan rannsóknarstyrk

Samstarfið er af hinu góða, og það sýnir sig í veglegum rannsóknarstyrk til Þjóðfræðistofu á Ströndum. Þjóðfræðistofa/Rannsóknasetur HÍ á Ströndum hefur sótt um, í samstarfi við Matthías Egeler, rannsóknarmann við Ludwigs- Maximilian háskóla í München, um Deutsche Forschungsgemeinschaft og fengið grænt ljós fyrir þriggja ára rannsóknarverkefni sem mun draga fram tengslin milli frásagnahefða og þjóðtrúar á norðanverðum Ströndum. Heiti rannnsóknarverkefnis er “Storytelling at the Edge of Civilisation: Mapping, Contextualisation, and Analysis of Landscape-related Storytelling Traditions in the Icelandic Westfjords”.

Gleymdi þjóðgarðurinn

Föstudaginn 9. september heldur fyrrverandi nemandi Háskólaseturs Vestfjarða, Alan Deverell, erindi í Vísindaporti. Alan er upprunalega frá Bretlandi en hann kom fyrst til Íslands árið 2009 sem „þroskaður” nemandi í Haf- og strandvæðastjórnun við Háskólasetrið.

Þrátt fyrir að hafa útskrifast úr námi með áherslu á sjávar- og strandumhverfi, var hans fyrsta starf að stjórna verkefni inni í miðri Afríku, fjarri öllu hafi! Síðan þá hefur Alan starfað í mörgum löndum Afríku og ekkert þeirra hefur verið nálægt sjó.

Verkefnið sem Alan stýrir um þessar mundir snýr að stjórnun verndarsvæða og felur í sér að styðja yfirvöld við þróun dýraverndunaráætlana og almenna stjórnun verndarsvæða. Þrátt fyrir að námið hafi leitt hann til Afríku dvelur hann gjarnan á Íslandi á sumrin og starfar í Afríku yfir vetrarmánuðina.

Alan býr yfir mikilli og dýrmætri reynslu sem hann deilir gjarnan, til dæmis á TEDx fyrirlestri, og erum við nú svo heppin að fá hann í heimsókn í Vísindaport á morgun. 

Þar mun Alan fjalla um hans nýjasta verkefni í Lýðveldinu Kongó. Maiko þjóðgarðurinn hefur fengið lítinn stuðning eða viðurkenningu frá því hann var stofnaður árið 1970. Þrátt fyrir að þar megi finna einn mesta líffræðilega fjölbreytileika á jörðinni er Maiko enn lítt þekktur og er eiginlega gleymdur þjóðgarður.

Eins og mörg verndarsvæði í Kongó (DRC) er Maiko nú í alvarlegri hættu vegna ólöglegrar auðlindavinnslu, veiðiþjófnaðar og pólitísks óstöðugleika. Verndarsvæðið nær yfir 10.000 ferkílómetra, án vega eða innviða, og er hertekið af fjölda vopnaðra hópa. Áskoranirnar sem þjóðgarðurinn stendur frammi fyrir eru verulegar.

Samt sem áður gæti einn af vopnuðu hópunum sem hafa hersetið Maiko-skóginn í næstum 60 ár, búið yfir lausninni til að vernda þetta umhverfislega mikilvæga landslag og tryggja afkomu þess fyrir komandi kynslóðir.

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á ensku, því verður streymt í gegnum webinar/zoom 

Hlekkur á Webinar: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439  

Viðburður Vísindaportsins á Facebook: https://fb.me/e/2GjBVxYXo

Alan Deverell
Alan Deverell

Skemmtun og skóli

Þessi vika hefur verið dálítið óhefðbundin hér í Háskólasetrinu. Nýnemarnir voru að hefja námið og læra á umhverfið á meðan eldri nemarnir liggja yfir meistaraverkefnunum sínum og sumir þeirra hafa jafnvel verið að undirbúa og verja verkefnin sín.

Í gær og í dag hafa nýnemarnir verið í vettvangsferð um Vestfirði. Ferðin er hin besta skemmtun þau hafa verið mjög heppin með veður, en hægt er að fylgjast með ferðinni á Instagram reikningi Háskólaseturs: @uwiceland. Þau hafa meira að segja skellt sér í sjóinn, ótrúlegt en satt!

Mynd: Matthias Kokorsch
Mynd: Matthias Kokorsch
1 af 8

Ertu í fjarnámi eða langar þig aftur í nám?  

Vísindaport föstudaginn 2. september: Ertu einmana í fjarnámi eða langar þig aftur í nám?  

Háskólasetur Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Menntaskólinn á Ísafirði bjóða upp á fjölbreytta þjónustu og ólík úrræði fyrir þig.

Föstudaginn 2. september verður boðið upp á menntastefnu í Vísindaporti. Starfsmenn Háskólaseturs, Fræðslumiðstöðvar og MÍ munu kynna fjölbreytta þjónustu fyrir fjarnema og fólk í leit að fræðslu- og námsleiðum á framhalds- og háskólastigi.

Eldri færslur