Vel heppnað rannsóknaþing

Vestfirskt vísindafólk kom saman síðastliðinn fimmtudag á Rannsóknaþingi Vestfjarða til að ræða og móta framtíðarsýn fyrir vestfirskt rannsóknarumhverfi. Þátttakendur voru fjölbreyttur hópur fólks sem starfar innan vébanda vísindastofnanna á Vestfjörðum sem og sjálfstætt starfandi vísindamenn.

Rannsóknaþing Vestfjarða var haldið í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 7. desember.
Rannsóknaþing Vestfjarða var haldið í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 7. desember.

Námsleiðin Sjávarbyggðafræði auglýst - 10 milljónir enn ófjármagnaðar

Undanfarna daga hafa undirsíður vefsíðu Háskólaseturs fengið andlitslyftingu en þegar nánar er að gáð munu lesendur finna heila nýja námsleið á síðunni: Sjávarbyggðafræði. Hingað til hefur námsleiðin farið frekar hljótt, þótt hún hafi legið fyrir fullfrágengin um nokkurt skeið.

Samráðshópur stjórnarráðsins um byggðamál ásamt starfsfólki og stjórnarmönnum Fjórðungssambands og Háskólaseturs.
Samráðshópur stjórnarráðsins um byggðamál ásamt starfsfólki og stjórnarmönnum Fjórðungssambands og Háskólaseturs.

Kennslustjóri ráðinn

Alls bárust sautján umsóknir um starf kennslustjóra hjá Háskólasetri Vestfjarða, þar af ellefu frá Vestfjörðum og sex umsóknir utan Vestfjarða. Valnefnd hefur ákveðið að ráða Margréti Björk Arnardóttur til starfa. Margrét Björk er náms- og starfsráðgjafi í Árskóla á Sauðárkróki en hefur auk þess starfað sem náms- og starfsráðgjafi við Háskólann á Hólum og Farskólann – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. 

Margrét Björk Arnardóttir nýr kennslustjóri Háskólaseturs Vestfjarða tekur til starfa í janúar komandi.
Margrét Björk Arnardóttir nýr kennslustjóri Háskólaseturs Vestfjarða tekur til starfa í janúar komandi.

Ferðamál og umhverfi: heimsókn frá Franklin-háskóla

Hópur nemenda á vegum Franklin-háskóla í Sviss er nú staddur í fimm daga heimsókn á norðanverðum Vestfjörðum. Þetta er í fjórða sinn sem Háskólasetrið tekur á móti hóp frá skólanum og koma nemendur hingað til lands til að sitja 12 daga vettvangsnámskeið sem fjallar um áhrif ferðamennsku á umhverfi og samfélag og þar er Ísland notað sem dæmi, „Tourism and the Environment: Iceland“.

Glaðbeittur hópur nemenda Franklin University kominn á áfangastað í Háskólasetrinu.
Glaðbeittur hópur nemenda Franklin University kominn á áfangastað í Háskólasetrinu.
1 af 2

Starf kennslustjóra auglýst til umsóknar

Háskólasetur Vestfjarða leitar að kraftmiklum og metnaðarfullum kennslustjóra í fullt starf.

Útskriftarnemar úr fjarnámi og haf- og strandsvæðastjórnun sumarið 2016, ásamt rektor HA, forstöðumanni Háskólaseturs og f.v. fagstjóra meistaranámsins.
Útskriftarnemar úr fjarnámi og haf- og strandsvæðastjórnun sumarið 2016, ásamt rektor HA, forstöðumanni Háskólaseturs og f.v. fagstjóra meistaranámsins.
Eldri færslur