Dr. Matthias Kokorsch ráðinn fagstjóri í Sjávarbyggðafræði

Sjávarbyggðafræði, nýtt meistaranám við Háskólasetur Vestfjarða hefst haustið 2019. Staða fagstjóra námsins var nýlega auglýst og bárust 13 umsóknir um starfið. Þar af voru fjórar umsækjendur með doktorsgráðu, fimm umsækjendur voru Íslendingar eða íslenskumælandi, sex karlar og sjö konur.

Dr. Matthias Kokorsch var á dögunum ráðinn stöðu fagstjóra meistaranáms í sjávarbyggðafræðum.
Dr. Matthias Kokorsch var á dögunum ráðinn stöðu fagstjóra meistaranáms í sjávarbyggðafræðum.

Nemendur rannsökuðu strandrusl í Steingrímsfirði

Nemendur í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða framkvæmdu nýverið rannsókn á strandrusli í Steingrímsfirði. Rannsóknin var gerð í vettvangsferð í tengslum við námskeiðið “Pollution in the Coastal Arctic."

Nemendurnir söfnuðu rusli af 800 metra strandlengju í Steingrímsfirði.
Nemendurnir söfnuðu rusli af 800 metra strandlengju í Steingrímsfirði.
1 af 4

Sjálfbær ferðamennska í sjávarbyggðum

Johanna Schumacher, sem útskrifaðist úr haf- og strandsvæðastjórnun árið 2014, birti nýverið greinina „Mesuring and comparing the sustainability of coastal tourism destinations in Germany, Lithuainia and Indoneasia“. Greinin birtist í þverfræðilega tímaritinu Environment, Development, and Sustainability og byggir hún á meistaraprófsverkefni Johönnu þar sem einblínt var á notkun og bætingu sjálfbærnivísa (e. sustainability indicators) í sjávarbyggðum.

Johanna Schumacher birti nýverið grein í ritrýndu tímariti sem byggir á meistaraprófsverkefni hennar við Háskólasetrið.
Johanna Schumacher birti nýverið grein í ritrýndu tímariti sem byggir á meistaraprófsverkefni hennar við Háskólasetrið.

Samningur við Háskólann á Akureyri um meistaranám endurnýjaður

Nokkrir starfsmenn Háskólaseturs Vestfjarða héldu norður í land í síðustu viku í stutta heimsókn í Háskólann á Akureyri. Megin tilgangur ferðarinnar var sá að undirrita endurnýjaðan samning við HA um meistaranám en einnig var ferðin nýtt til fundahalda með ýmsum aðilum hjá þessum nána samstarfsaðila okkar.

Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs og Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA við undirritun samningsins. Ljósmynd: Hólmar Svavarsson.
Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs og Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA við undirritun samningsins. Ljósmynd: Hólmar Svavarsson.
1 af 2

Nýting á varma úr sjó í Önundarfirði

Nýverið birtist grein í tímaritinu Renewable Energy eftir Majid Eskafi sem útskrifaðist úr meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun árið 2016. Tímaritið Renewable Energy er meðal virtustu fagtímaritanna á sviði endurnýjanlegra orkugjafa en greinin byggir á meistaraprófsverkefni Majids sem fjallar um nýtingu varma úr sjó í Önundarfirði.

Nýverið birtist grein eftir Majid Eskafi sem unnin er úr meistaraprófsritgerð hans í haf- og strandsvæðastjórnun.
Nýverið birtist grein eftir Majid Eskafi sem unnin er úr meistaraprófsritgerð hans í haf- og strandsvæðastjórnun.
1 af 2
Eldri færslur