Háskóladagurinn í MÍ

Háskóladagurinn fer fram í Menntaskólanum á Ísafirði á morgun fimmtudag á milli klukkan 11 og 12:30. Þar munu allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt sem telur yfir 500 námsleiðir. Háskólasetur Vestfjarða tekur þátt í deginum og kynnir starfsemi sína bæði þjónustu við fjarnema og námsleiðir Háskólasetursins á meistarastigi.

Háskóladagurinn fer fram í Menntaskólanum á Ísafirði á morgun fimmtudaginn 8. mars kl. 11:00-12:30.
Háskóladagurinn fer fram í Menntaskólanum á Ísafirði á morgun fimmtudaginn 8. mars kl. 11:00-12:30.

Umhverfisráðherra fundaði með nemendum Háskólaseturs

Á ferð sinni um Vestfirði í síðustu viku heimsótti nýskipaður umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Háskólasetur Vestfjarða. Hann er ekki ókunnugur í Háskólasetrinu því hann var kennari í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun á árunum 2011 til 2013. Guðmundur Ingi óskaði því sérstaklega eftir því að hitta núverandi nemendur í ferð sinni vestur á dögunum og var Háskólasetrinu bæði ljúft og skylt að verða við því.

Ráðherra átti óformlegan fund með nemendum og starfsfólki Háskólaseturs.
Ráðherra átti óformlegan fund með nemendum og starfsfólki Háskólaseturs.

Sjálfbær strandferðamennska: Útskriftarnemi birtir grein í Regions Magazine

Anika Truter, sem útskrifaðist úr meistaranáminu í haf- og strandsvæðstjórnun í vor, birti nýverið niðurstöður meistaraprófsritgerðar sinnar um Reynisfjöru í Mýrdal. Niðurstöðurnar birtust í sérriti tímaritsins Regions Magazine sem gefið er út af Regional Studies Association og ber titilinn „Sustainability Transitions in the Coastal Zone“.

Anika ásamt meðhöfundum sínum. Greinin ber titilinn
Anika ásamt meðhöfundum sínum. Greinin ber titilinn "Tourism Governance for the Coastal Zone: Reynisfjara Beach, Iceland"
1 af 2

Vel heppnað rannsóknaþing

Vestfirskt vísindafólk kom saman síðastliðinn fimmtudag á Rannsóknaþingi Vestfjarða til að ræða og móta framtíðarsýn fyrir vestfirskt rannsóknarumhverfi. Þátttakendur voru fjölbreyttur hópur fólks sem starfar innan vébanda vísindastofnanna á Vestfjörðum sem og sjálfstætt starfandi vísindamenn.

Rannsóknaþing Vestfjarða var haldið í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 7. desember.
Rannsóknaþing Vestfjarða var haldið í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 7. desember.

Námsleiðin Sjávarbyggðafræði auglýst - 10 milljónir enn ófjármagnaðar

Undanfarna daga hafa undirsíður vefsíðu Háskólaseturs fengið andlitslyftingu en þegar nánar er að gáð munu lesendur finna heila nýja námsleið á síðunni: Sjávarbyggðafræði. Hingað til hefur námsleiðin farið frekar hljótt, þótt hún hafi legið fyrir fullfrágengin um nokkurt skeið.

Samráðshópur stjórnarráðsins um byggðamál ásamt starfsfólki og stjórnarmönnum Fjórðungssambands og Háskólaseturs.
Samráðshópur stjórnarráðsins um byggðamál ásamt starfsfólki og stjórnarmönnum Fjórðungssambands og Háskólaseturs.
Eldri færslur