Stofnfundur Stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða
Stjórn Háskólaseturs Vestfjarða hefur ákveðið að setja á stofn húsnæðissjálfseignarstofnun vegna byggingar stúdentagarða fyrir Háskólasetrið. Boðaður stofnfundur fór fram á þriðjudaginn 16. ágúst. Húsnæðissjálfseignarstofnunin mun sinna byggingarframkvæmd og rekstri nýrra leiguíbúða fyrir námsmenn.