Heimsókn frá Árnastofnun og Háskóla Íslands

Kennsla íslensku sem annars máls skiptir miklu máli í íslensku samfélagi. Rannsóknir á þessu sviði sýna að erlent fólk fær ekki nóg tækifæri til þess að nota íslensku í talmáli við heimamenn og þannig efla kunnáttu sína í málinu. Branislav Bédi, verkefnisstjóri á alþjóðasviði Stofnunar Árna Magnússonar, og Marc D. S. Volhardt, kennari í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands, unnu alla síðustu viku í Háskólasetri Vestfjarða í verkefninu LARA sem snýst um rafræna kennslu tungumála í gegnum lestur.

Frá vinstri: Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs, Janina Magdalena Kryszewsku, Fjölmenningarsetri, Marc D.S. Volhardt og Branislav Bédi.
Frá vinstri: Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs, Janina Magdalena Kryszewsku, Fjölmenningarsetri, Marc D.S. Volhardt og Branislav Bédi.

Að rækta vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum

Í gær bárust ánægjulegar fréttir frá Rannís, þess efnis að Háskólasetrið og frumkvöðlafyrirtækið Austan mána hafi hlotið styrk úr Markáætlun vegna samfélagslegra áskorana 2020 fyrir verkefnið “Að rækta vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum.” Þetta eru ekki síst góðar fréttir fyrir núverandi og tilvonandi nemendur í Sjávarbyggðafræði því möguleiki er á fjármögnun meistaraprófsritgerða úr verkefninu. 

Dreifðar byggðir Íslands eiga frekar á hættu að missa störf vegna þróunar tengdri fjórðu iðnbyltingu en höfuðborgarsvæðið. Á sama tíma mælist vistkerfi nýsköpunar minna þar en í kringum borgina. Verkefnið gengur út á að rannsaka hvernig hægt sé að hlúa að vistkerfum nýsköpunar í dreifðari byggðum, til þess að leggja grunn að seiglu og samfélagi án aðgreiningar.

Arnar Sigurðsson (t.v.) og Matthias Kokorsch stýra verkefninu
Arnar Sigurðsson (t.v.) og Matthias Kokorsch stýra verkefninu "Að rækta vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum."

Gestanemar í sjávartengdri mannfræði frá Landbúnaðarháskólanum

Í síðustu viku tók Háskólasetrið á móti fjórum gestanemum frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemendurnir stunda nám í nýju samnorrænu meistaranámi sem m.a. er kennt við LBHÍ um umhverfisbreytingar á Norðurslóðum. Nemendurnir fjórir tóku þátt í námskeiðinu Sjávartengd mannfræði, sem er eitt af valnámskeiðum meistaranámsleiðanna í haf- og strandsvæðastjórnun og sjávarbyggðafræði.

Nemendurnir fjórir í Ísafjarðardjúpi á heimleið eftir vel heppnaða viku á Ísafirði. Frá vinstri: Alfredo Escanciano Gómez, Guðrún Guðjónsdóttir, María Rún Þrándardóttir and Eyrún Gyða Gunnlaugsdóttir. Ljósmynd: Isabel C. Barrio.
Nemendurnir fjórir í Ísafjarðardjúpi á heimleið eftir vel heppnaða viku á Ísafirði. Frá vinstri: Alfredo Escanciano Gómez, Guðrún Guðjónsdóttir, María Rún Þrándardóttir and Eyrún Gyða Gunnlaugsdóttir. Ljósmynd: Isabel C. Barrio.

Rannsóknir um hafnarframkvæmdir í Finnafirði

Nú í vikunni munu Johannes Stein, nemandi í haf- og stranadsvæðastjórnun og Matthias Kokorsch, fagstjóri meistaranáms í sjávarbyggðafræðum kynna rannsóknir sínar á alþjóðlegri ráðstefnu í Connecticut, Bandaríkjunum. Á ráðstefnunni munu þeir Johannes og Matthias kynna rannsóknir sínar á fyrirhuguðum hafnarframkvæmdum í Finnafirði á Norðausturlandi. 

Johannes Stein á ferðinni á Norðausturlandi í sumar en hann framkvæmdi spurningakönnun meðal íbúa fyrir meistaraprófsritgerð sína.
Johannes Stein á ferðinni á Norðausturlandi í sumar en hann framkvæmdi spurningakönnun meðal íbúa fyrir meistaraprófsritgerð sína.
1 af 2

Sigurvegarar MAKEathon

Um síðustu helgi tóku meistaranemar Háskólaseturs Vestfjarða þátt í MAKEathon nýsköpunarkeppni á vegum Matís. Hlutskarpastur í keppninni varð hópurinn SOS með hugmynd að vöru sem líkist salami og pepperoni nema úr fiski. 

SOS, sigurvegar nýsköpunarkeppninnar MAKEathon með sigurverðlaunin.
SOS, sigurvegar nýsköpunarkeppninnar MAKEathon með sigurverðlaunin.
Eldri færslur