Stofnfundur Stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða

Stjórn Háskólaseturs Vestfjarða hefur ákveðið að setja á stofn húsnæðissjálfseignarstofnun vegna byggingar stúdentagarða fyrir Háskólasetrið. Boðaður stofnfundur fór fram á þriðjudaginn 16. ágúst. Húsnæðissjálfseignarstofnunin mun sinna byggingarframkvæmd og rekstri nýrra leiguíbúða fyrir námsmenn.

Loftmynd úr suðvestri (koa arkitektar)
Loftmynd úr suðvestri (koa arkitektar)

Nýtt starfsfólk

Hanna Lára Jóhannsdóttir og Ingibjörg Rósa Björnsdóttir hafa verið ráðnar í stöðu Markaðs- og vefstjóra við Háskólasetur Vestfjarða. Um tímabundna ráðningu er að ræða meðan Ingi Björn Guðnason er í ársleyfi vegna annarra starfaen Hanna Lára og Ingibjörg verða í hálfu starfi hvor.

Nemandi fær Grænu ritgerðarverðlaunin

Ivan Nikonov nemandi í haf- og strandsvæðastjórnun hlaut í tengslum við brautskráningu sína „Grænu ritgerðarverðlaunin“ við Háskólann á Akureyri. Nemendur í haf- og strandsvæðastjórnun útskrifast formlega frá Háskólanum á Akureyri og eru því gjaldgengir í samkeppnina.

Ivan Nikonov hlaut Grænu ritgerðarverðlaunin.
Ivan Nikonov hlaut Grænu ritgerðarverðlaunin.

Niðurstaða könnunar Íslenskuvæns samfélags

Ekki alls fyrir löngu stóð Theresa Henke að óformlegri könnun gegnum Facebook á því hvernig lærendum íslensku hugnast best að læra málið. Könnunina gerði hún fyrir átakið Íslenskuvænt samfélag og var og er henni hugsað að hjálpa til við að stuðla að notkun málsins. Þátttakendur voru 347 talsins.

1 af 2

Framlínunámskeið Íslenskuvæns samfélags

Framlínunámskeið átaksins Íslenskuvænt samfélag fór fram síðastliðinn fimmtudag í Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Námskeiðið var ætlað fyrir erlent fólk í þjónustustörfum, hvernig það má sem mest nota íslensku við starf sitt svo og  hvernig innfæddir geti hjálpað því í þeirri viðleitni.

Eldri færslur