Dr. Matthias Kokorsch ráðinn fagstjóri í Sjávarbyggðafræði
Sjávarbyggðafræði, nýtt meistaranám við Háskólasetur Vestfjarða hefst haustið 2019. Staða fagstjóra námsins var nýlega auglýst og bárust 13 umsóknir um starfið. Þar af voru fjórar umsækjendur með doktorsgráðu, fimm umsækjendur voru Íslendingar eða íslenskumælandi, sex karlar og sjö konur.