Heimsókn frá Árnastofnun og Háskóla Íslands
Kennsla íslensku sem annars máls skiptir miklu máli í íslensku samfélagi. Rannsóknir á þessu sviði sýna að erlent fólk fær ekki nóg tækifæri til þess að nota íslensku í talmáli við heimamenn og þannig efla kunnáttu sína í málinu. Branislav Bédi, verkefnisstjóri á alþjóðasviði Stofnunar Árna Magnússonar, og Marc D. S. Volhardt, kennari í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands, unnu alla síðustu viku í Háskólasetri Vestfjarða í verkefninu LARA sem snýst um rafræna kennslu tungumála í gegnum lestur.