Metfjöldi háskólanema með tilkomu meistaranáms í Sjávarbyggðafræði

Í haust hófu 43 nemendur nám í tveimur námsleiðum á meistarastigi við Háskólasetur Vestfjarða. Þar með hefur fjöldi nemenda sem innritast í meistaranám við Háskólasetrið tvöfaldast frá því að ný námsleið, Sjávarbyggðafræði, hóf göngu sína við setrið haustið 2019. Þessi fjölgun er í samræmi við þau markmið sem Háskólasetrið setti sér með nýju námsleiðinni en fyrir var námsleiðin Haf- og strandsvæðastjórnun sem hóf göngu sína haustið 2008. Báðar námsleiðirnar eru kenndar í samstarfi við Háskólann á Akureyri.

 Hluti hópsins sem hóf nám í haust í vettvangsferð í Ísafjarðardjúpi.
Hluti hópsins sem hóf nám í haust í vettvangsferð í Ísafjarðardjúpi.
1 af 2

Kennsla í Edinborgarhúsinu í haust

Háskólasetur Vestfjarða hefur samið við Edinborgarhúsið um að kennsla í námsleiðunum Sjávarbyggðafræði og Haf- og strandsvæðastjórnun fari fram í Edinborgarsal í haust. Þetta er gert til að bregðast við fjölgun nemenda í námsleiðunum tveimur en samtals hófu 43 nemendur nám á fyrsta ári nú í haust.

Frá kynningardögum námsleiðanna sem fram fóru í Edinborgarhúsinu í upphafi annar í lok ágúst.
Frá kynningardögum námsleiðanna sem fram fóru í Edinborgarhúsinu í upphafi annar í lok ágúst.

Forsætisráðherra heimsótti Háskólasetrið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsótti Háskólasetrið á ferð sinni um Ísafjörð í dag. Katrín átti stuttan fund með starfsmönnum Háskólaseturs og leit við í kennslustund á íslenskunámskeiðinu sem nú stendur yfir. Einnig fékk hún leiðsögn um Vestrahúsið frá Peter Weiss forstöðumanni og kynnti sér þá fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í húsinu.

Peter Weiss forstöðumaður ástamt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra fyrir utan nýja bókasafnið í Háskólasetrinu.
Peter Weiss forstöðumaður ástamt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra fyrir utan nýja bókasafnið í Háskólasetrinu.
1 af 2

Íslenskunámskeiðin hófust í vikunni

Síðastliðinn þriðjudaginn hófst þriggja vikna íslenskunámskeið (A1-A2) Háskólaseturs af krafti með morgunkennslu Eiríks Sturlu Ólafssonar, margreynds kennara sem kennir námskeiðið nú annað árið í röð.

Hópurinn fyrir utan Háskólasetrið á leið í göngu um bæinn.
Hópurinn fyrir utan Háskólasetrið á leið í göngu um bæinn.
1 af 3

Háskólahátíð: Fyrsta brautskráning úr Sjávarbyggðafræði

Að vanda hélt Háskólasetur Vestfjarða Háskólahátíð á Hrafnseyri þann 17. júní í tengslum við þjóðhátíðardagskrá Safns Jóns Sigurðssonar á staðnum. Þau tímamótu urðu í ár að fyrstu nemendurnir í Sjávarbyggðafræði brautskráðust en námsbrautin var sett á fót haustið 2019.

Útskriftarnemar ásamt rektor HA, starfsmönnum Háskólaseturs og fyrrum nemendum sem sóttu Háskólahátíð í ár.
Útskriftarnemar ásamt rektor HA, starfsmönnum Háskólaseturs og fyrrum nemendum sem sóttu Háskólahátíð í ár.
1 af 2
Eldri færslur