Vikulöngu íslenskunámskeiði lokið

Í síðustu viku sóttu sjö nemendur viku langt byrjenda námskeið í íslensku fyrir útlendingavið Háskólasetrið. Nemendurnir sjö koma frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Sviss og Ítalíu. Þrír þeirra búa á Íslandi en hinir komu sérstaklega til landsins og til Ísafjarðar til að sækja námskeiðið. Aðal kennari námskeiðsins var Ólafur Guðsteinn Kristjánsson sem hefur kennt á íslenskunámskeiðum Háskólaseturs um langt árabil.

Nemendahópurinn ásamt Ólafi Guðsteini Kristjánssyni, kennara og Astrid Fehling, verkefnastjóra sem hefur veg og vanda að skipulagi íslenskunámskeiða Háskólaseturs.
Nemendahópurinn ásamt Ólafi Guðsteini Kristjánssyni, kennara og Astrid Fehling, verkefnastjóra sem hefur veg og vanda að skipulagi íslenskunámskeiða Háskólaseturs.
1 af 3

Viltu hýsa skiptinema í sumar?

Háskólasetur Vestfjarða leitar að fjölskyldum sem vilja opna heimili sín fyrir háskólanemum frá Bandaríkjunum sem koma í vettvangsnám til Ísafjarðar tímabilið 16. – 30. júní 2019.

SIT students from the summer 2015
SIT students from the summer 2015

Dr. Matthias Kokorsch ráðinn fagstjóri í Sjávarbyggðafræði

Sjávarbyggðafræði, nýtt meistaranám við Háskólasetur Vestfjarða hefst haustið 2019. Staða fagstjóra námsins var nýlega auglýst og bárust 13 umsóknir um starfið. Þar af voru fjórar umsækjendur með doktorsgráðu, fimm umsækjendur voru Íslendingar eða íslenskumælandi, sex karlar og sjö konur.

Dr. Matthias Kokorsch var á dögunum ráðinn stöðu fagstjóra meistaranáms í sjávarbyggðafræðum.
Dr. Matthias Kokorsch var á dögunum ráðinn stöðu fagstjóra meistaranáms í sjávarbyggðafræðum.

Nemendur rannsökuðu strandrusl í Steingrímsfirði

Nemendur í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða framkvæmdu nýverið rannsókn á strandrusli í Steingrímsfirði. Rannsóknin var gerð í vettvangsferð í tengslum við námskeiðið “Pollution in the Coastal Arctic."

Nemendurnir söfnuðu rusli af 800 metra strandlengju í Steingrímsfirði.
Nemendurnir söfnuðu rusli af 800 metra strandlengju í Steingrímsfirði.
1 af 4

Sjálfbær ferðamennska í sjávarbyggðum

Johanna Schumacher, sem útskrifaðist úr haf- og strandsvæðastjórnun árið 2014, birti nýverið greinina „Mesuring and comparing the sustainability of coastal tourism destinations in Germany, Lithuainia and Indoneasia“. Greinin birtist í þverfræðilega tímaritinu Environment, Development, and Sustainability og byggir hún á meistaraprófsverkefni Johönnu þar sem einblínt var á notkun og bætingu sjálfbærnivísa (e. sustainability indicators) í sjávarbyggðum.

Johanna Schumacher birti nýverið grein í ritrýndu tímariti sem byggir á meistaraprófsverkefni hennar við Háskólasetrið.
Johanna Schumacher birti nýverið grein í ritrýndu tímariti sem byggir á meistaraprófsverkefni hennar við Háskólasetrið.
Eldri færslur