Síðasti kennsludagur Jamie Alley

Fyrr í þessum mánuði kenndi Jamie Alley sitt síðasta námskeið í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Jamie Alley hefur kennt við námsleiðina samfleitt frá árinu 2011, alls ellefu námskeið auk þess að leiðbeina fjölda nemenda við lokaritgerðir. Hann hefur meðal annars tekið að sér það mikilvæga hlutverk að sinna kennslu í einu af grunnnámskeiðum námsleiðarinnar um samþætta stjórnun strandsvæða.

Peter Weiss, forstöðumauðr Háskólaseturs, Jamie Alley og Catherine Chambers fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun.
Peter Weiss, forstöðumauðr Háskólaseturs, Jamie Alley og Catherine Chambers fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun.

Kennt í öllum stofum í Háskólasetrinu

Það hefur verið nokkuð þröngt á þingi í Háskólasetrinu undanfarna daga og vikur enda er kennt í öllum kennslustofum og kennarahópurinn sjaldan verið jafn fjölbreyttur. Það er því óhætt að segja að nýtt þroskaskeið sé hafið hjá Háskólasetrinu.

Fagstjórarnir fjórir, Matthías Kokorsch (Sjávarbyggðafræði), Catherine Chambers (Haf- og strandsvæðastjórnun), Dan Govoni (SIT misserisnám Climate Change and the Arctic) og Jill Welter (SIT meistaranám Climate Change and Global Sustainability).
Fagstjórarnir fjórir, Matthías Kokorsch (Sjávarbyggðafræði), Catherine Chambers (Haf- og strandsvæðastjórnun), Dan Govoni (SIT misserisnám Climate Change and the Arctic) og Jill Welter (SIT meistaranám Climate Change and Global Sustainability).

Rusl í sjónum áberandi þessa vikuna

Þessa vikuna er ýmislegt sem tengist rusli í sjónum áberandi í Háskólasetri Vestfjarða. Háskólasetrið er gestgjafi fyrir vinnustofu um efnið sem er hluti af verkefninu „Sjávarrusl á norðurslóðum“ eða The Arctic Marine Litter Project. Vinnuna leiða þau Wouter Jan Strietman og Martine van den Heuvel-Greve frá Wegeningen háskólanum í Hollandi. Þá fer einnig fram meistaraprófsvörn á föstudagsmorguninn um þetta efni auk þess sem fyrr nefnt vekefni verður kynnt í fyrsta Vísindaporti vikunnar.

Hluti hópsins sem tók þátt í flokkun og greiningu ruslsins í vinnustofunni.
Hluti hópsins sem tók þátt í flokkun og greiningu ruslsins í vinnustofunni.

Nú er þriggja vika námskeiðinu líka lokið!

Samtals koma í sumar til Ísafjarðar um sextíu nemendur til þess að læra þetta fallega tungumál. Það er frábært!
nemendahópurinn ásamt kennarar og verkefnastjóri
nemendahópurinn ásamt kennarar og verkefnastjóri
1 af 2

Gestir í heimsókn til Háskólasetursins

Á sunnudaginn heimsótti okkur hópur menntaskólanema frá Bandaríkjunum sem eru að ferðast á vegum “New York Times Student Journeys”. 

Eldri færslur