Skemmtun og skóli

Þessi vika hefur verið dálítið óhefðbundin hér í Háskólasetrinu. Nýnemarnir voru að hefja námið og læra á umhverfið á meðan eldri nemarnir liggja yfir meistaraverkefnunum sínum og sumir þeirra hafa jafnvel verið að undirbúa og verja verkefnin sín.

Í gær og í dag hafa nýnemarnir verið í vettvangsferð um Vestfirði. Ferðin er hin besta skemmtun þau hafa verið mjög heppin með veður, en hægt er að fylgjast með ferðinni á Instagram reikningi Háskólaseturs: @uwiceland. Þau hafa meira að segja skellt sér í sjóinn, ótrúlegt en satt!

Mynd: Matthias Kokorsch
Mynd: Matthias Kokorsch
1 af 8

Ertu í fjarnámi eða langar þig aftur í nám?  

Vísindaport föstudaginn 2. september: Ertu einmana í fjarnámi eða langar þig aftur í nám?  

Háskólasetur Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Menntaskólinn á Ísafirði bjóða upp á fjölbreytta þjónustu og ólík úrræði fyrir þig.

Föstudaginn 2. september verður boðið upp á menntastefnu í Vísindaporti. Starfsmenn Háskólaseturs, Fræðslumiðstöðvar og MÍ munu kynna fjölbreytta þjónustu fyrir fjarnema og fólk í leit að fræðslu- og námsleiðum á framhalds- og háskólastigi.

Nýnemarnir mættir

Yfir 30 nýir nemendur hefja meistaranám við Háskólasetur Vestfjarða í næstu viku og standa nýnemadagar yfir 25.-26. ágúst. Þar fá nemarnir að kynnast starfsfólki og húsakynnum Háskólaseturs, kynnast hvert öðru og setja sig betur inn í fyrirkomulag námsins og hlutverk hvers kennara og starfsmanns.

Nýnemar haustið 2022 í háskólaportinu
Nýnemar haustið 2022 í háskólaportinu

Hrað-íslenskunámskeið á Dokkunni

Hrað-íslenskunámskeið fór fram á Dokkunni þann 17. Ágúst. Þar fengu nemendur sem tóku þátt í þriggja vikna A1-A2 íslenskunámskeiði við Háskólasetur Vestfjarða að spreyta sig á tungumálinu með íslensku mælandi fólki eða svokölluðum almannakennurum.

Hrað-íslenskunámskeið á Dokkunni
Hrað-íslenskunámskeið á Dokkunni

Stofnfundur Stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða

Stjórn Háskólaseturs Vestfjarða hefur ákveðið að setja á stofn húsnæðissjálfseignarstofnun vegna byggingar stúdentagarða fyrir Háskólasetrið. Boðaður stofnfundur fór fram á þriðjudaginn 16. ágúst. Húsnæðissjálfseignarstofnunin mun sinna byggingarframkvæmd og rekstri nýrra leiguíbúða fyrir námsmenn.

Loftmynd úr suðvestri (koa arkitektar)
Loftmynd úr suðvestri (koa arkitektar)
Eldri færslur