Skemmtun og skóli
Þessi vika hefur verið dálítið óhefðbundin hér í Háskólasetrinu. Nýnemarnir voru að hefja námið og læra á umhverfið á meðan eldri nemarnir liggja yfir meistaraverkefnunum sínum og sumir þeirra hafa jafnvel verið að undirbúa og verja verkefnin sín.
Í gær og í dag hafa nýnemarnir verið í vettvangsferð um Vestfirði. Ferðin er hin besta skemmtun þau hafa verið mjög heppin með veður, en hægt er að fylgjast með ferðinni á Instagram reikningi Háskólaseturs: @uwiceland. Þau hafa meira að segja skellt sér í sjóinn, ótrúlegt en satt!