Kennsla í Edinborgarhúsinu í haust
Háskólasetur Vestfjarða hefur samið við Edinborgarhúsið um að kennsla í námsleiðunum Sjávarbyggðafræði og Haf- og strandsvæðastjórnun fari fram í Edinborgarsal í haust. Þetta er gert til að bregðast við fjölgun nemenda í námsleiðunum tveimur en samtals hófu 43 nemendur nám á fyrsta ári nú í haust.