Þátttaka í málstofu um aftakaveður og áhrif þess á sjávarútvegs- og strandsamfélög

Tveir starfsmenn Háskólaseturs taka þátt í málstofu um aftakaveður og áhrif þess á sjávarútvegs- og strandsamfélög á vegum Vísindanefndar um loftslagsbreytingar. Nefndin var skipuð af umhverfisráðherra og hefur það verkefni að vinna  vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar og samfélag á Íslandi.

Dr. Catherine Chambers og dr. Matthias Kokorsch taka þátt í málstofu um aftakaveður og áhrif þess á sjávarútvegs- og strandsamfélög á vegum Vísindanefndar um loftslagsbreytingar.
Dr. Catherine Chambers og dr. Matthias Kokorsch taka þátt í málstofu um aftakaveður og áhrif þess á sjávarútvegs- og strandsamfélög á vegum Vísindanefndar um loftslagsbreytingar.

Orkuskipti smábátaflotans

Nýverið hlaut Háskólasetur Vestfjarða styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar fyrir rannsóknarverkefni um orkuskipti smábátaflotans. Verkefnið kallast „Félagslegar og hagrænar hliðar orkuskipta smábátaflotans.“ Verkefninu stýrir dr. Catherine Chambers, rannsóknastjóri Háskólasetursins sem hefur mikla reynslu af rannsóknum á smábátaveiðum og sjávarbyggðum.

Breytingar í starfsmannahópi Háskólaseturs

Dr. Verónica Méndez Aragón, fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu og einbeita sér alfarið að rannsóknum. Hún lætur af störfum í sumar en mun fram að því gegna öllum starfsskyldum fagstjóra.

Dr. Verónica Méndez Aragón, fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu og einbeita sér alfarið að rannsóknum.
Dr. Verónica Méndez Aragón, fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu og einbeita sér alfarið að rannsóknum.

Tvær meistaraprófsritgerðir um Vestfirði

Í vikunni fara fram tvær meistaraprófsvarnir við Háskólasetur Vestfjarða sem fjalla um vestfirsk viðfangsefni úr sitthvorri námsleiðinni við Háskólasetur Vestfjarða, Sjávarbyggðafræði og Haf- og strandsvæðastjórnun.

Ritgerðirnar tvær fjalla um vestfirsk málefni. Önnur um Patreksfjörð og hin um Vestfirði í heild sinni. Ljósmynd frá Patreksfirði: Frances Simmons.
Ritgerðirnar tvær fjalla um vestfirsk málefni. Önnur um Patreksfjörð og hin um Vestfirði í heild sinni. Ljósmynd frá Patreksfirði: Frances Simmons.

Tveir nemendur í Sjávarbyggðafræði fá styrk

Tveir nemendur við Háskólasetur Vestfjarða fengu á dögunum úthlutað styrk frá Byggðastofnun Íslands fyrir meistaraprófsverkefni sem þeir vinna að. Báðir styrkþegarnir stunda nám í Sjávarbyggðafræði við Háskólasetrið.

Frances Simmons, t.v. og Tyler Wacker, t.h. eru nemendur í Sjávarbyggðafræði. Þau hlutu á dögunum styrk fyrir meistaraprófsverkefni sín frá Byggðastofnun.
Frances Simmons, t.v. og Tyler Wacker, t.h. eru nemendur í Sjávarbyggðafræði. Þau hlutu á dögunum styrk fyrir meistaraprófsverkefni sín frá Byggðastofnun.
Eldri færslur