Dr. Verónica Méndez Aragón ráðin fagstjóri meistaranáms
Nýr fagstjóri hefur verið ráðinn til Háskólaseturs Vestfjarða fyrir námsleiðina Haf- og strandsvæðastjórnun. Alls bárust 22 umsóknir um starfið, þar af tólf umsækjendur með doktorsgráðu. Viðtöl voru tekin við alla umsækjendur með doktorsgráðu og komst valnefnd að þeirri niðurstöðu að ráða Dr. Verónika Méndez Aragón til starfa.