Myndir eða það gerðist ekki!

Hringborð Norðurslóða eða The Arctic Circle Assembly var stærsti viðburður októbermánaðar að venju en það er ýmislegt á döfinni nú í nóvember. Helst ber að nefna að opnað verður fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár svo endilega hnippið í þau sem þið þekkið og hafa áhuga á framhaldsnámi í strandsvæða- og smábyggðafræðum, á einu fegursta svæði Íslands!

1 af 10

Fyrsti dagur á Arctic Circle ráðstefnunni

Þá er hin árlega ráðstefna, Hringborð Norðurslóða eða Arctic Circle Assembly, hafin í Hörpu í Reykjavík. Ráðstefnan er órjúfanlegur þáttur í skólaári Háskólaseturs Vestfjarða þar sem hún er hluti af námskeiðinuArctic Ocean Governance og einnig leggja fyrrverandi nemendur og fræðimenn Háskólaseturs jafnan eitthvað til málanna á ráðstefnunni. 

1 af 8

Vel heppnuð Vísindavaka

Háskólasetur tók þátt í Vísindavöku RANNÍS sem fram fór í Reykjavík um helgina, og sýndi þar þrívíddarlíkön af Vestfjörðum og útskýrði fyrir gestum og gangandi þær áskoranir sem byggðirnar þar standa frammi fyrir, ekki síst snjóflóðavá.

 

1 af 3

Gönguferð á íslensku

Í framhaldi af viðurkenningunni sem Háskólasetur fékk í gær er rétt að minna á gönguferðina á sunnudag, sem er liður í átakinu Íslenskuvænt samfélag - Við erum öll Almannakennarar. Í samstarfi við Ferðafélag Ísfirðinga verður farið í göngu í Önundarfirði og verður passað upp á það að íslenskan fái veglegt hlutverk þar, með það í huga að þau sem eru að læra hana geti fylgst með.

Önundarfjörður
Önundarfjörður

Háskólasetur fær viðurkenningu

Háskólasetur Vestfjarða hlaut í dag viðurkenningu fyrir átakið „Íslenskuvænt samfélag - Við erum öll almannakennarar“. Það var Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs, sem veitti viðurkenningunni móttöku á málræktarþingi Íslenskrar málnefndar sem haldið var í Þjóðminjasafni Íslands.

 

Ármann Jakobsson, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Hrund Þórarins Ingudóttir f. h. Karítasar og Peter Weiss.
Ármann Jakobsson, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Hrund Þórarins Ingudóttir f. h. Karítasar og Peter Weiss.
Eldri færslur