Vilt þú hýsa skiptinema?

Háskólasetur Vestfjarða leitar að fjölskyldum sem vilja opna heimili sín fyrir háskólanemum  frá Bandaríkjunum sem koma í vettvangsnám til Ísafjarðar tímabilið 18. mars til 8. apríl 2020.

SIT nemendur á góðri stundu.
SIT nemendur á góðri stundu.

Canvas tekið í notkun í samstarfi við HA

Nú í haust tók Háskólasetur Vestfjarða í notkun náms- og kennsluumsjónarkerfið Canvas í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Canvas er veflægt umhverfi sem bíður uppá mikla möguleika í kennslu, bæði varðandi verkefnaskil, prófatöku, endurgjöf til nemenda, samskipti milli nemenda og kennara og fleira.

SIT-nemendur heimsækja Hesteyri 

Tveir hópar nemenda á vegum SIT-skólans (School for International Training), samstarfsaðila Háskólaseturs, hafa undanfarið dvalið við nám á Ísafirði. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á umhverfi okkar er viðfangsefni beggja hópanna, en annar hópurinn einbeitir sér að loftslagsbreytingum á Norðurslóðum á meðan hinn skoðar þetta í hnattrænu samhengi. Fagstjórar þessara námsleiða eru Dan Govoni sem er búsettur á Ísafirði og Jill Welter sem, dvelur hér með sínum hópi. 

 

SIT nemendur í heimsókn á Hesteyri.
SIT nemendur í heimsókn á Hesteyri.

Síðasti kennsludagur Jamie Alley

Fyrr í þessum mánuði kenndi Jamie Alley sitt síðasta námskeið í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Jamie Alley hefur kennt við námsleiðina samfleitt frá árinu 2011, alls ellefu námskeið auk þess að leiðbeina fjölda nemenda við lokaritgerðir. Hann hefur meðal annars tekið að sér það mikilvæga hlutverk að sinna kennslu í einu af grunnnámskeiðum námsleiðarinnar um samþætta stjórnun strandsvæða.

Peter Weiss, forstöðumauðr Háskólaseturs, Jamie Alley og Catherine Chambers fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun.
Peter Weiss, forstöðumauðr Háskólaseturs, Jamie Alley og Catherine Chambers fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun.

Kennt í öllum stofum í Háskólasetrinu

Það hefur verið nokkuð þröngt á þingi í Háskólasetrinu undanfarna daga og vikur enda er kennt í öllum kennslustofum og kennarahópurinn sjaldan verið jafn fjölbreyttur. Það er því óhætt að segja að nýtt þroskaskeið sé hafið hjá Háskólasetrinu.

Fagstjórarnir fjórir, Matthías Kokorsch (Sjávarbyggðafræði), Catherine Chambers (Haf- og strandsvæðastjórnun), Dan Govoni (SIT misserisnám Climate Change and the Arctic) og Jill Welter (SIT meistaranám Climate Change and Global Sustainability).
Fagstjórarnir fjórir, Matthías Kokorsch (Sjávarbyggðafræði), Catherine Chambers (Haf- og strandsvæðastjórnun), Dan Govoni (SIT misserisnám Climate Change and the Arctic) og Jill Welter (SIT meistaranám Climate Change and Global Sustainability).
Eldri færslur