Seiglurnar blása til málþings um hafið á Ísafirði

Í dag þriðjudaginn 15. júní kemur skútan Esja til hafnar á Ísafirði. Um borð verður hópur kvenna sem kallar sig Seiglurnar en hópurinn lagði úr höfn í Reykjavík á sunnudag og hyggst sigla hringinn í kringum landið á næstu vikum. Tilgangur ferðarinnar er að virkja konur til siglinga við Ísland, vekja athygli á heilbrigði hafsins og hvetja til ábyrgrar umgengni við hafið og auðlindir þess. Í tengslum við komu hópsins til Ísafjarðar er blástið til málþings í Bryggjusal Edinborgarhússins í hádeginu. 

Sumarönnin þín er hér!

Háskólasetur Vestfjarða býður upp á nokkur námskeið á meistarastigi á sumarönn. Námskeiðin eru kjörin fyrir háskólanema sem vilja safna einingum eða sem endurmenntunarkostur fyrir fólk á vinnumarkaði.

Öll námskeið Háskólaseturs eru opin þátttakendum úr háskólum og atvinnulífi. Námskeiðin eru kennd í lotum á haustönn, vorönn og sumarönn. Kennsla fer fram á ensku enda er námsmannahópurinn jafnan alþjóðlegur og kennarar koma víðsvegar að úr heiminum. Námskeiðin henta vel til endurmenntunar, þau eru þverfagleg og höfða því til einstaklinga með ólíkan bakgrunn úr ýmsum starfsstéttum.

Nánari upplýsingar um námskeiðni má nálgast undir Opin námskeið og á vefsíðum, meistaranámsleiðanna tveggja Haf- og strandsvæðastjórnun og Sjávarbyggðafræði.

 

Eftirfarandi námskeið eru í boði í maí og júní:

Coastal and Marine Management: Practical Applications and Challenges 4 - ECTS einingar

Regional Policy Evaluation – 4 ECTS einingar

Sustainable Waste Management in Coastal Communities – 4 ECTS einingar

Allar nánari upplýsingar má nálagst undir Opin námskeið.

 

Rástefna Háskóla norðurslóða University of the Arctic

Háskólasetur Vestfjarða tekur þátt í skipulagningu Ráðstefnu Háskóla norðurslóða (UArctic Congress) ársins 2021 ásamt öðrum íslenskum háskólastofnunum sem eiga aðild að Háskóla norðurslóða – University of the Arctic. Ráðstefnan fer fram dagana 15.-18. maí næstkomandi og er að mestu leyti rafræn.

Tilgangur ráðstefnunnar er að leiða saman fræðimenn, sérfræðinga, atvinnulíf, fulltrúa frumbyggja og nemendur til að ræða málefni norðurslóða og efla samvinnu þegar kemur að rannsóknum og stuðla að sjálfbærum lausnum á þeim áskorunum sem svæðið stendur frammi fyrir.

Peter Weiss, forstöðumaður hefur setið í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar sem hefur verið að störfum í rúmt ár. Catherine Chambers, rannsóknarstjóri stýrir umræðum í opnunarmálstofu ráðstefnunnar og í sérstakri málstofu um þangrækt ásamt því að halda erindi í málstofu um plast í hafinu. Matthias Kokorsch, fagstjóri Sjávarbyggðafræði heldur erindi í málstofu um bláa hagkerfið og Elaina O‘Brien, nemandi í haf- og strandsvæðastjórnun er fulltrúi Íslands í málstofu ungs fólks á norðurslóðum.

Ráðstefnan er tengd formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og þar verður lögð sérstök áhersla á loftslagsmál og grænar orkulausnir, íbúa á norðurslóðum og vistkerfi sjávar á svæðinu. Einnig verður hægt að fræðast um mannréttindi, stjórnmál, jafnrétti, öryggismál og margt fleira sem tengist málefnum norðurslóða.

 

Málstofur sem Háskólasetrið tekur þátt í:

 

Laugardaginn 15. maí kl. 14:00-15:00

Opening Plenary Session: Food and Energy Security in the Arctic

Sunnudaginn 16. maí kl. 13:00-15:30

Thematic Network Oceans Food Systems

Mánudaginn 17. Maí kl. 10:30-11:30

Downscaling the Seaweed Revolution: Can Viable Seaweed Bioeconomies be Created in Arctic/North Atlantic Rural Areas?

Þriðjudaginn 18. Maí kl. 12:30-13:30

Stakeholder Engagement in the Diversification of Arctic Blue Economy Communities

Þriðjudaginn 18. Maí kl. 16:00-17:00

Closing Plenary Session: Arctic Youth Panel

 

Hér má nálgast dagskránna í heild sinni

Hægt verður að skrá sig á ráðstefnuna allt til loka dagskrár, sjá nánari upplýsingar um skráningu.

Aðalfundur – nýir aðilar teknir inn

Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða fer fram fimmtudaginn þann sjötta maí næstkomandi. Á fundinum fara fram hefðbundin aðalfundarstörf en einnig verða teknir inn nýir aðilar sem bætast við hóp stofnaðila Háskólaseturs. 

Vinnustofa um rusl í sjónum á norðurslóðum

Háskólasetur Vestfjarða átti nokkra þátttakendur á tveggja daga vinnustofu sem var haldin af samstarfsneti innan Norðurslóðaháskólans um plastmengun í hafinu. Yfir 60 þátttakendur voru skráðir til leiks en tilgangur vinnustofunnar var sá að kanna ólíkar þarfir fyrir menntun og rannsóknir sem snúa að rusli í sjó á norðurslóðum. Einnig var til umfjöllunar hvernig betur mætti samræma þetta tvennt við starf  Norðurheimskautaráðsins. 

Rusl í hafinu á norðurslóðum var viðfangsefni vinnustofu á vegum Norðurslóðaháskólans.
Rusl í hafinu á norðurslóðum var viðfangsefni vinnustofu á vegum Norðurslóðaháskólans.
1 af 2
Eldri færslur