Nú er þriggja vika námskeiðinu líka lokið!

Samtals koma í sumar til Ísafjarðar um sextíu nemendur til þess að læra þetta fallega tungumál. Það er frábært!
nemendahópurinn ásamt kennarar og verkefnastjóri
nemendahópurinn ásamt kennarar og verkefnastjóri
1 af 2

Gestir í heimsókn til Háskólasetursins

Á sunnudaginn heimsótti okkur hópur menntaskólanema frá Bandaríkjunum sem eru að ferðast á vegum “New York Times Student Journeys”. 

Plastrannsókn Háskólaseturs hlýtur styrk frá Norrænu ráðherranefndinni

Rannsóknarverkefni Háskólaseturs Vestfjarða „Plast í nytjafiskistofnum Noregs, Íslands og Færeyja“ hlaut nýverið styrk frá vinnuhópi Norrænu ráðherranefndarinnar um hafið og strandsvæði (NHK).

Dr. Catherine Chambers, fagstjóri meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun (t.h.) ásamt Pernillu Carlsson (t.v.), kennara við námsleiðina sem jafnframt er einn af samstarfsaðilum verkefnisins.
Dr. Catherine Chambers, fagstjóri meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun (t.h.) ásamt Pernillu Carlsson (t.v.), kennara við námsleiðina sem jafnframt er einn af samstarfsaðilum verkefnisins.

Háskólahátíð á Hrafnseyri

Háskólahátíð Háskólaseturs Vestfjarða fór að vanda fram á Hrafnseyri síðastliðinn mánudag á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Tuttugu og tveir nemendur brautskráðust úr meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun, auk eins nemanda úr Sjávartengdri nýsköpun.

Fagnað með tilþrifum!
Fagnað með tilþrifum!

Vikulöngu íslenskunámskeiði lokið

Í síðustu viku sóttu sjö nemendur viku langt byrjenda námskeið í íslensku fyrir útlendingavið Háskólasetrið. Nemendurnir sjö koma frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Sviss og Ítalíu. Þrír þeirra búa á Íslandi en hinir komu sérstaklega til landsins og til Ísafjarðar til að sækja námskeiðið. Aðal kennari námskeiðsins var Ólafur Guðsteinn Kristjánsson sem hefur kennt á íslenskunámskeiðum Háskólaseturs um langt árabil.

Nemendahópurinn ásamt Ólafi Guðsteini Kristjánssyni, kennara og Astrid Fehling, verkefnastjóra sem hefur veg og vanda að skipulagi íslenskunámskeiða Háskólaseturs.
Nemendahópurinn ásamt Ólafi Guðsteini Kristjánssyni, kennara og Astrid Fehling, verkefnastjóra sem hefur veg og vanda að skipulagi íslenskunámskeiða Háskólaseturs.
1 af 3
Eldri færslur