HA með vinnuaðstöðu á Vestfjörðum

Nú um mánaðamótin tekur í gildi samningur milli Háskólans á Akureyri og Háskólaseturs Vestfjarða um fasta vinnuaðstöðu í Vestrahúsi. Háskólinn á Akureyri hefur því til afnota litla skrifstofu í húsnæði Háskólaseturs sem starfsfólk UNAK getur nýtt sér ef það vill dvelja á Vestfjörðum um lengri eða skemmri tíma. 

Bára Sif Sigurjónsdóttir og Hildur Friðriksdóttir
Bára Sif Sigurjónsdóttir og Hildur Friðriksdóttir

Vel sótt málþing um Grímshús

Mánudaginn 28. nóvember hélt Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar málþing í Háskólasetri Vestfjarða. Tilefnið var opnun Grímshúss sem fræðaseturs á Ísafirði en þar munu fræðimenn geta dvalið við rannsóknir og skrif tengd norðurslóðaverkefnum.

Fjölmenni var á málþinginu
Fjölmenni var á málþinginu
1 af 12

Fræðadvöl í Grímshúsi á Ísafirði

Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar stendur fyrir málþingi í Háskólasetri mánudaginn 28. nóvember. Þar mun Hr. Ólafur Ragnar kynna fræðadvöl í Grímshúsi á Ísafirði en einnig verða kynnt loftlagsverkefni, nýsköpunarverkefni og önnur strandbyggðaverkefni Norðurslóða.

Myndir eða það gerðist ekki!

Hringborð Norðurslóða eða The Arctic Circle Assembly var stærsti viðburður októbermánaðar að venju en það er ýmislegt á döfinni nú í nóvember. Helst ber að nefna að opnað verður fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár svo endilega hnippið í þau sem þið þekkið og hafa áhuga á framhaldsnámi í strandsvæða- og smábyggðafræðum, á einu fegursta svæði Íslands!

1 af 10

Fyrsti dagur á Arctic Circle ráðstefnunni

Þá er hin árlega ráðstefna, Hringborð Norðurslóða eða Arctic Circle Assembly, hafin í Hörpu í Reykjavík. Ráðstefnan er órjúfanlegur þáttur í skólaári Háskólaseturs Vestfjarða þar sem hún er hluti af námskeiðinuArctic Ocean Governance og einnig leggja fyrrverandi nemendur og fræðimenn Háskólaseturs jafnan eitthvað til málanna á ráðstefnunni. 

1 af 8
Eldri færslur