Forstöðumaður flytur skrifstofuna á Patreksfjörð

Eins og ástandið í COVID-19 sýndi og sannaði er fjarvinna af ýmsu tagi vel möguleg. Ef hægt er að vinna heima svo vikum skiptir, er þá ekki einnig hægt að vinna frá Patreksfirði? Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða ákvað að flytja skrifstofuna sína á Patreksfjörð í eina viku og verður skrifstofan staðsett í Ólafshúsi.

Peter Weiss, forstöðumauðr Háskólaseturs, er búinn að koma sér vel fyrir í Ólafshúsi á Patreksfirði.
Peter Weiss, forstöðumauðr Háskólaseturs, er búinn að koma sér vel fyrir í Ólafshúsi á Patreksfirði.
1 af 2

Rannsóknastjóri, nýtt starf við Háskólasetur Vestfjarða

Háskólasetur Vestfjarða hefur stofnað nýja stöðu rannsóknastjóra sem mun hafa umsjón með ört vaxandi rannsóknastarfsemi Háskólasetursins. Þetta er í samræmi við niðurstöðu stefnumótunarfundar í janúar síðastliðnum og markmið Háskólasetursins að efla samstarf á milli nemenda, leiðbeinenda og gestafræðimanna við fyrirtæki, rannsóknarstofnanir og rannsóknarverkefni á Vestfjörðum. Nýr rannsóknastjóri Háskólaseturs er dr. Catherine Chambers, sem hefur starfað sem fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun frá 2016.

Dr. Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs og Dr. Catherine Chambers nýráðinn rannsóknastjóri við Háskólasetrið.
Dr. Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs og Dr. Catherine Chambers nýráðinn rannsóknastjóri við Háskólasetrið.
1 af 2

Sumarönn í byggðafræði og auðlindastjórnun

Ert þú að leita að fjarnámi í sumar? Í vor og sumar er boðið upp á nokkur spennandi námskeið á meistarastigi í fjarnámi hjá Háskólasetri Vestfjarða. Námskeiðin eru hluti af þverfaglegu meistaranámsleiðunum, Sjávarbyggðafræði og Haf- og strandsvæðastjórnun en eru jafnframt opin þátttakendum úr háskólum og atvinnulífi.

Háskólasetur Vestfjarða býður upp á sumarnámskeið í fjarnámi.
Háskólasetur Vestfjarða býður upp á sumarnámskeið í fjarnámi.

Háskólasetrið fær rannsóknarstyrk vegna verkefnis um loftslagsbreytingar og samfélagslega seiglu

Í byrjun apríl bárust þær ánægjulegu fréttir að rannsóknarverkefni sem Háskólasetur Vestfjarða tekur þátt í hafi hlotið styrk frá NordForsk stofnuninni sem er rekin á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Verkefnið sem Háskólasetrið tekur þátt í ber titilinn „Seigla lítilla samfélaga á Norðurlöndunum vegna lofstlagsbreytinga“ og hefst það í janúar 2021. Verkefnið er hluti af kalli NordForsk undir yfirskriftinni „Norrænt samstarf um samfélagslegt öryggi í ljósi yfirvofandi hnattrænna og staðbundinna breytinga“.

Viðfangsefni rannsóknarinnar er seigla lítilla samfélaga á Norðurlöndunum vegna loftslagsbreytinga. Ljósmynd: Andres Peters.
Viðfangsefni rannsóknarinnar er seigla lítilla samfélaga á Norðurlöndunum vegna loftslagsbreytinga. Ljósmynd: Andres Peters.

Framlengdur umsóknarfrestur vegna COVID-19

Í ljósi aðstæðna sem skapast hafa í heiminum vegna COVID-19 hefur Háskólasetrið ákveðið að framlengja umsóknarfrest fyrir báðar námsleiðir sínar á meistarastigi, Haf- og strandsvæðastjórnun og Sjávarbyggðafræði.

Venjulegur umsóknarfrestur fyrir ríkisborgara frá löndum utan EES er 15. febrúar. Þessi frestur hefur nú verið framlengdur til 15. apríl til samræmis við umsóknarfrest ríkisborgara frá Íslandi og löndum innan EES. Áfram verður boðið upp á síðari umsóknarfrest fyrir Íslendinga og ríkisborgara innan EES sem er 5. júní.

Athygli umsækjenda er vakin á því að snemmbúinn umsóknarfrestur (15. feb) fyrir ríkisborgara utan EES stafar af því að dvalarleyfisumsókn getur verið tímafrek. Þeim tilmælum er því beint til umsækjenda utan EES að hefjast strax handa við undirbúning dvalarleyfisumsóknar. Umsækjendur ættu því að hefja þá vinnu samhliða öflun gagna fyrir umsókn um nám og bíða EKKI eftir samþykkt um skólavist. Sé þessu ferli fylgt ætti að vinnast nægur tími til að afla nauðsynlegra gagna fyrir dvalarleyfi.

Allar nánari upplýsingar um námsleiðirnar tvær má nálgast á vefsíðum þeirra:

Frekari upplýsingar vegna COVID-19 er varða umsækjendur má nálgast á sérstakri upplýsingasíðu á ensku.

Eldri færslur