Þjóð og hnattvæðing á Hrafnseyri

Dagana 16. og 17. júní var haldið alþjóðlegt málþing á Hrafnseyri sem bar yfirskriftina Þjóð og hnattvæðing. Þingið var haldið af Háskólasetri Vestfjarða og Safni Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri og var skipulagt í samvinnu við Evrópufræðasetur Háskólans á Bifröst, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Hugvísindadeild Háskóla Íslands.

Þjóð og hnattvæðing: Þjóðhátíðarþing á Hrafnseyri 16.-17.júní

Helgina 16.-17. júní standa Háskólasetur Vestfjarða og Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri fyrir þjóðhátíðarþingi á Hrafnseyri. Þingið er skipulagt í samvinnu við Evrópufræðastofnun Háskólans á Bifröst, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Hugvísindadeild Háskóla Íslands.

Háskóli unga fólksins - Skráningu lýkur á mánudaginn

S kráningar í Háskóla unga fólksins hafa gengið framar vonum. Nú fara að verða síðustu forvöð að skrá sig því lokað verður fyrir skráningar á miðnætti mánudaginn 4. júní. Við biðjum því alla sem áhuga hafa að drífa sig að skrá sig hér á vefnum.

Fjarnám við Háskóla Íslands

Háskóli Íslands býður uppá fjölbreytt fjarnám veturinn 2007-2008, bæði í grunn- og framhaldsnámi. Meðal nýjunga eru tvær nýjar námsleiðir á framhaldsstigi frá félagsvísindadeild. Önnur er diplómanám í hagnýtri jafnréttisfræði og hin diplómanám í áfengis- og vímuefnamálum.

Gísli trekkir

Gísla saga Súrssonar er meðal þekktustu Íslendingasagna. Enn þann dag í dag á Gísli marga aðdáendur. Í sumar munu nokkrir erlendir hópar heimsækja Háskólasetrið til námsdvalar, flestir frá Bandaríkjunum og Kanada, en meðal þess sem allir hóparnir munu sækja er tveggja daga dagskrá um Gísla sögu, með inngang, heimsókn í Haukadal, dagsferð í Geirþjófsfjörð undir leiðsögn staðkunnugra manna og einleikinn um Gísla eftir Elfar Loga Hannesson. Dagskráin er á ensku.
Eldri færslur