Þjóð og hnattvæðing á Hrafnseyri
Dagana 16. og 17. júní var haldið alþjóðlegt málþing á Hrafnseyri sem bar yfirskriftina Þjóð og hnattvæðing. Þingið var haldið af Háskólasetri Vestfjarða og Safni Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri og var skipulagt í samvinnu við Evrópufræðasetur Háskólans á Bifröst, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Hugvísindadeild Háskóla Íslands.