Spennandi námskeið á Act Alone hátíðinni haldin í Háskólasetri

Einleikjahátíðin Act Alone fer fram dagana 27. júní til 1. júlí. Eins og áður eru hluti af hátíðinni spennandi námskeið í leiklist sem eiga sér varla hliðstæðu hér á landi. Námskeiðin verða bæði haldin dagana 28.-30. júní í Háskólasetri Vestfjarða.

Evan Ziporyn - fyrirlestur

E van Ziporyn heldur fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða, miðvikudaginn 20. júní, klukkan 12:00. Evan Ziporyn er klarinettleikari, tónskáld, gamelansérfræðingur...fjölhæfari og forvitnari tónlistarmann en Evan Ziporyn er erfitt að finna. Ziporyn hefur komið víða við á löngum ferli sínum, hann hefur flutt gamelantónlist frá Balí í tæplega 30 ár og leikið með tímamótasveitinni Bang on a Can frá upphafi - eða í 20 ár.

Fimmtán umsóknir um ný störf í Háskólasetri

Á dögunum voru auglýstar þrjár nýjar stöður hjá Háskólasetri Vestfjarða: Verkefnisstjóri, sérfræðingur á alþjóðasviði og fagstjóri á sviði haf- og strandsvæðastjórnunnar. Um er að ræða þrjú ný stöðugildi sérfræðinga í Háskólasetri Vestfjarða, sem eru hluti af tillögu Vestfjarðanefndar.

University of Manitoba/The Icelandic Field School í heimsókn hjá HSvest

Síðustu tíu daga hafa dvalið hjá Háskólasetri Vestfjarða tíu námsmennn frá Háskólanum í Manitoba, Canada. Þetta er einn af þremur námsmannahópum frá Ameríku, sem mun dvelja hér í sumar hjá Háskólasetri, en þar sem þetta er einingarbær námsferð hjá þessum námsmönnnum, taka þeir námskeið um leið og þeir ferðast og kynnast öðrum löndum og öðrum viðhorfum.

Útskrift í Háskóla unga fólksins

Á föstudaginn var haldin útskriftarhátíð í Háskóla unga fólksins hjá Háskólasetri Vestfjarða. Háskóli unga fólksins er ein vika þar sem í boði eru stutt námskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 12-16 ára þar sem háskólamenntað fólk kynnir fræðasvið sín fyrir unga fólkinu og segir frá þeim möguleikum sem fyrir hendi eru í rannsóknum og störfum að loknu sérhæfðu háskólanámi.

Námskeiðin sem í boði voru afbrotafræði, fiskeldisrannsóknir, landslagshönnun, leiklistarfræði, lögfræði, læknisfræði, matvæla- og næringarfræði, snjóflóðafræði, umhverfisfræði, verkfræði og loks var námskeið um Vísindavefinn þar sem krakkarnir fengu að spreyta sig á því að leita að svörum við spurningum sem höfðu komið á Vísindavefnum.

Það er skemmst frá því að segja að viðtökurnar við Háskóla unga fólksins voru mjög góðar og þátttakan fór fram úr björtustu vonum. 42 krakkar af svæðinu, þar á meðal frá Hólmavík og Tálknafirði, sóttu námskeiðin þessa viku og voru krakkarnir yfir höfuð mjög ánægð með námskeiðin og kennarana.

Við útskriftina fengu börnin viðurkenningarskjal ásamt trjáplöntu sem vonast er til að þau setji niður og geti þannig fylgst með vexti hennar eftir því sem árin líða og þau ná lengra og lengra í námi. Vonandi verður Háskóli unga fólksins til þess að sýna börnunum okkar að það er björt framtíð á Vestfjörðum og ýmislegt spennandi hægt að starfa við hér á svæðinu að loknu háskólanámi.
1 af 3
Eldri færslur