Vísindaport - Rauði krossinn – útbreiddasta mannúðarhreyfing heims
Bryndís Friðgeirsdóttir er gestur í Vísindaporti vikunnar. Bryndís er svæðisfulltrúi Rauða krossins á Vestfjörðum. Rauði krossinn er elsta, virtasta og útbreiddasta mannúðarhreyfing heims með starfsemi í 185 löndum. Hugsjónargrundvöllur félagsins er fólginn í markmiðunum sjö um mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi, sjálfstæði, sjálfboðna þjónustu, einingu og alheimshreyfingu. Sérhverjum starfsmanni og sjálfboðaliða félagsins um heim allan ber að starfa samkvæmt þessum grundvallarmarkmiðum.
Á íslandi er 51 Rauða kross deild starfandi. Þar af eru á Vestfjörðum virkar deildir með starfsemi í Bolungarvík, Dýrafirði, Súðavík, Súgandafirði, Önundarfirði, Ísafirði,Patreksfirði, Bíldudal og Tálknafirði. Bryndís mun segja frá starfi hreyfingarinnar á heimsvísu og helstu verkefnum hér á landi. Sérstaklega verður farið yfir þau verkefni sem Rauði krossinn vinnur á Vestfjörðum.
Bryndís er kennaramenntuð frá Kennaraháskóla íslands og kenndi við Grunnskólann á Ísafirði í 15 ár. Hún hefur starfað sem svæðisfulltrúi Rauða krossins á Vestfjörðum í 10 ár.
Vísindaportið er óformlegur umræðutími í hádeginu á föstudögum þar sem einhver segir í stuttu máli, 20-30 mínútur, frá sínum núverandi eða eldri rannsóknum – og svo er orðið laust. Fyrirlesturinn fer fram í kaffisal Háskólasetursins og eru allir velkomnir.
Á íslandi er 51 Rauða kross deild starfandi. Þar af eru á Vestfjörðum virkar deildir með starfsemi í Bolungarvík, Dýrafirði, Súðavík, Súgandafirði, Önundarfirði, Ísafirði,Patreksfirði, Bíldudal og Tálknafirði. Bryndís mun segja frá starfi hreyfingarinnar á heimsvísu og helstu verkefnum hér á landi. Sérstaklega verður farið yfir þau verkefni sem Rauði krossinn vinnur á Vestfjörðum.
Bryndís er kennaramenntuð frá Kennaraháskóla íslands og kenndi við Grunnskólann á Ísafirði í 15 ár. Hún hefur starfað sem svæðisfulltrúi Rauða krossins á Vestfjörðum í 10 ár.
Vísindaportið er óformlegur umræðutími í hádeginu á föstudögum þar sem einhver segir í stuttu máli, 20-30 mínútur, frá sínum núverandi eða eldri rannsóknum – og svo er orðið laust. Fyrirlesturinn fer fram í kaffisal Háskólasetursins og eru allir velkomnir.