Þjóð og hnattvæðing: Þjóðhátíðarþing á Hrafnseyri 16.-17.júní
Helgina 16.-17. júní standa Háskólasetur Vestfjarða og Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri fyrir þjóðhátíðarþingi á Hrafnseyri. Þingið er skipulagt í samvinnu við Evrópufræðastofnun Háskólans á Bifröst, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Hugvísindadeild Háskóla Íslands.