Háskólasamfélag tekur við af námuvinnslu

Longyearbyen er höfuðborg Svalbarða með 1.645 íbúa og var lengst af þekktur fyrir námuvinnslu. Undanfarin ár hefur ferðamennska átt vaxandi þátt í efnahagslífi Longyearbyens og nýlega tók einnig til starfa háskólasetur, sem er sameiginlegt verkefni fjögurra norskra háskóla.

Ian Watson var á Svalbarða í fyrra, og mun sýna myndir og útskýra stuttlega hvernig takmarkaðar auðlindir, breyttir markaðir, og ferskar hugmyndir hafa knúið fram breytingar í samfélaginu á Svalbarða. Ian nefnir fyrirlestur sinn: Longyearbyen á Svalbarða: Námuvinnsla hverfur, ferðamennska og háskólasamfélag taka við.

Ian Watson er lektor við Háskólann á Bifröst. Hann hefur lengi haft áhuga á Norðurskautsmálum og átti frumkvæði að því að koma Bifröst í Háskóla Norðurslóða (University of the Arctic), en Háskólasetur Vestfjarða er einnig meðlimur í University of the Arctic. Ian er með B.A. gráðu í málvísindum frá Harvard og Ph.D. gráðu í félagsfræði frá Rutgers University.

Þetta vísindaportserindi er ekki síst áhugavert vegna þess að hjá Háskólasetrinu á Svalbarða taka árlega um 350 námsmenn frá öllum heimshornum þátt í einu eða fleiri námskeiðum, en háskólasetrið þar var sett á laggirnar árið 1993. Helmingur námsmanna þar eru Norðmenn og helmingur alþjóðlegir. Þegar nýja námsleiðin hjá HSvest í Haf- og strandsvæðastjórnun (Coastal and Marine Management), sem á að byrja haustið 2008 í samvinnu við HA, var hönnuð, var reyndar höfð til hliðsjónar þessi fyrirmynd á Svalbarða: www.unis.no

Rektor Háskólans í Reykjavík í heimsókn í Háskólasetri Vestfjarða

Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, er væntanleg í heimsókn í Háskólasetur Vestfjarða miðvikudaginn 12. september.

Sumarháskóli í íslensku á háskólastigi

Sumarháskóli í íslensku á háskólastigi stendur nú yfir við Háskólasetur Vestfjarða. Þessa dagana stunda 15 námsmenn frá Bandaríkjunum, Norðurlöndum og Þýskalandi þetta nám.
Nemendur og kennari í Íslensku
Nemendur og kennari í Íslensku

Fyrirlestur í Háskólasetri: Kennsla í töluðu máli

Í dag, föstudag kl. 17:00, mun Sigríður Þorvaldsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, halda erindi sem hún nefnir: Kennsla í töluðu máli - Aðgerðir og árangur. Í erindinu verður sjónum beint að töluðu máli og sérstöðu þess í kennslu íslensku sem annars máls.

Vef- og tæknimál Háskólaseturs

Í júlí var auglýst laus staða vef- og tæknistjóra hjá Háskólasetri Vestfjarða. Umsóknarfrestur var 23. júli. Þrjár umsóknir bárust, þar á meðal eru vestfirsk fyrirtæki sem bjóða í stöðuna, en tekið var fram í starfsauglýsingunni að til greina kæmi að úthýsa þessum málum ef að fyrirtæki myndu bjóða í starfið.
Ákveðið var að úthýsa vef- og tæknimálum. Netheimar munu sjá um tæknimál en Snerpa mun sjá um vefmálin.
Eldri færslur