Ísafjarðarhöfn í fortíð og framtíð

Gestur Vísindaports þessa vikuna er Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar en hann mun fjalla um starfsemi Hafna Ísafjarðarbæjar í fortíð og framtíð.

 

Með minnkandi umsvifum í sjávarútvegi síðastliðin ár hefur starfsemi hafnarinnar breyst talsvert, en þessar breytingar hafa getið af sér nýjar áherslur. Síðan árið 1995 hafa komur skemmtiferða skipa til Ísafjarðar aukist jafnt og þétt en þá hófst markviss vinna við markaðssetningu hafnarinnar á þeim vettvangi. Á næsta ári munu 25 skemmtiferðaskip sækja höfnina heim og árið 2009 er búist við enn meiri aukningu.

 

Vísindaportið er óformlegur umræðutími í hádeginu á föstudögum og fer fram í kaffisal Háskólaseturs.

Fjarnám við Háskóla Íslands skólaárið 2008-2009

Næsta kennsluár býður Háskólinn uppá fjarnám á fjórum fræðasviðum; af félagsvísindasviði, heilbrigðisvísindasviði, hugvísindasviði og menntavísindasviði. Meðal nýjunga í fjarnámi næsta haust er grunn- og framhaldsnám í mannfræði.
Nánari upplýsingar um námsframboð er að finna á slóðinni: http://www2.hi.is/page/fjarnam_2008-2009

Fjarnám við Háskólann á Akureyri skólaárið 2008-2009

Haustið 2008 býður Háskólinn á Akureyri væntanlegum nemendum að innrita sig í fjarnám á eftirfarandi fræðasviðum:

Nám

Gráða

Einingar

Heilbrigðisdeild

 

 

Hjúkrunarfræði

B.S

240 ECTS

Iðjuþjálfunarfræði

B.S

240 ECTS

Kennaradeild

 

 

Grunnskólakennarafræði

B.Ed.

180 ECTS

Leikskólakennarafræði

B.Ed.

180 ECTS

Viðskipta-  og raunvísindadeild

 

 

Líftækni

B.S

180 ECTS

Sjávarútvegsfræði

B.S.

180 ECTS

Umhverfis- og orkufræði

B.S

180 ECTS

Viðskiptafræði

B.S

180 ECTS

 

  • Námsfyrirkomulag er misjafnt eftir deildum og væntanlegir nemendur eru beðnir um að kynna sér rækilega hvernig fyrirkomulag er í því námi sem þeir hyggjast innrita sig í.
  • Fjarnemar greiða sömu innritunargjöld og aðrir nemendur við háskólann. 

Nánari upplýsingar eru á www.unak.is eða í síma 460 8000.

 
B.S.-nám í hjúkrunarfræði
Veturinn 2008-2009 stendur fjarnám í hjúkrunarfræði á fyrsta ári til boða á Ísafirði og Sauðárkróki. Eftir samkeppnispróf í desember er reiknað með að heildartala nemenda á fyrsta ári á vormisseri 2009 verði 48.
 
Nám til B.S. prófs í hjúkrunarfræði tekur 4 ár. Inntökuskilyrði eru að öllu jöfnu stúdentspróf eða sambærileg menntun. Hjúkrunarfræðingar frá Háskólanum á Akureyri eiga að vera faglega færir um að gegna almennum hjúkrunarstörfum, svo og stjórnunar- og fræðslustörfum á flestum sviðum heilbrigðisþjónustu. Atvinnumöguleikar eru fjölbreytilegir hérlendis og erlendis, enda er námið alþjóðlega viðurkennt og þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga virðist stöðugt aukast.

Kennsla fer að mestu fram um myndfundabúnað og er kennsluefni í flestum námskeiðum lagt fram á WebCT. Kennslustundum í staðnámi er miðlað til fjarnema með aðstoð myndfundabúnaðar. Kennsla staðar- og fjarnema fer því fram samtímis.

B.S.-nám í iðjuþjálfunarfræði
Frá og með haustinu 2008 er boðið upp á fjarnám í iðjuþjálfunarfræði með kennslulotum á Akureyri. Með þessu móti er hægt að stunda nám í iðjuþjálfun hvar sem er á landinu, óháð búsetu. Eftir samkeppnispróf í desember er reiknað með að heildartala nemenda á fyrsta ári á vormisseri 2009 verði 25.

Háskólinn á Akureyri er eina íslenska menntastofnunin sem býður upp á nám í iðjuþjálfun. Áherslur og námsefni eru sótt til iðjuvísinda, heilbrigðisvísinda, raunvísinda og félagsvísinda. Nám til B.S. prófs í iðjuþjálfunarfræði tekur 4 ár. Inntökuskilyrði eru að öllu jöfnu stúdentspróf eða sambærileg menntun. Námið er markviss undirbúningur undir þau fjölbreyttu störf sem iðjuþjálfar sinna innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, í skólakerfinu og á almenntum markaði.  

Fjarnemar eru í „sjálfsnámi" milli þess sem þeir eru í kennslulotum á Akureyri. Námsefni verður aðgengilegt á netinu. Í einhverjum tilvikum verða kennslustundir fyrir  staðarnema sendar út beint eða teknar upp og gerðar aðgengilegar á vefnum. Í lotum sækja fjarnemar tíma með staðarnemum þar sem megináhersla verður lögð á verklega þjálfun og umræður. Loturnar verða u.þ.b. vikulangar einu sinni til tvisvar á misseri.

Það er kostur fyrir nemendur ef þeir geta stundað námið saman og notið þeirrar aðstöðu sem er að finna hjá Háskólasetri Vestfjarða.

Forvarnir, vímuefnaneysla og aðgengi að fíkniefnum

Jóhanna Rósa Arnardóttir, forstöðumaður Rannsóknarseturs í barna- og fjölskylduvernd (www.rbf.is), mun kynna niðurstöður nýrrar rannsóknar um forvarnir, vímuefnaneyslu og aðgengi að fíkniefnum meðal 18-20 ára ungmenna sem RBF hefur unnið að.


Niðurstöður byggja á símakönnun sem framkvæmd var í lok ársins 2007 af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Tekið var 1200 manna úrtak með fólks á aldrinum 18-20 ára á öllu landinu. Svarhlutfall er 68%.

Rannsóknin beinist m.a. að því að kanna þátttöku ungmenna í forvarnafræðslu í skólum og utan skóla. Kannað er að hvaða marki þau fá fræðslu hjá foreldrum eða í fjölmiðlum um skaðsemi vímuefna.  Þeir svarendur sem voru óánægðir með fræðsluna voru spurðir sérstaklega um það í þeim tilgangi að kanna nánar hvað veldur óánægju þeirra, en fyrri rannsókn sýndi að ungmenni sem hafa einhverja reynslu af vímuefnum eru líklegri til að vera óánægð með fræðsluna. Einnig er könnuð vímuefnaneysla og fíkniefnaneysla vina. Aðgengi að fíkniefnum er kannað út frá því hvort þeim hafi verið boðin þau, hvar þeim hafa verið boðin þau og að hvaða marki þau þekkja til þess hvernig hægt er að nálgast fíkniefni hér á landi. 

Niðurstöður sýna m.a. að um 60% hafa verið boðin fíkniefni og um 38% þekkja vel til þess hvernig nálgast má fíkniefni hér á landi.


Þetta er önnur rannsókn höfundar um þetta sama efni og er því hægt að bera niðurstöður saman við sambærilega könnun sem framkvæmd var árið 2004.

 

Eftir vísindaporti gefst VáVest-hópnum og öðrum, sem hafa áhuga á forvarnarspurningum tækifæri til að hitta Jóhönnu Rósu að máli. 

 

Vísindaportið er óformlegur umræðutími í hádeginu á föstudögum þar sem einhver segir í stuttu máli, 20-30 mínútur, frá sínum núverandi eða eldri rannsóknum - og svo er orðið laust. Fyrirlesturinn fer fram í kaffisal Háskólasetursins og eru allir velkomnir.

Fjarnám í hjúkrunarfræði haustið 2008

Nú í haust hyggst Háskólinn á Akureyri taka inn nýjan hóp á Ísafirði í fjarnám í hjúkrunarfræði. Umsóknarfrestur í fjarnámið er 15. apríl n.k. Þeir sem hafa áhuga á að leggja stunda á hjúkrunarfræðinám eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri þar sem það gætu orðið allnokkur ár þar til tækifæri til að hefja fjarnám í hjúkrunarfræði stendur aftur til boða. Sótt er um á heimasíðu Háskólans á Akureyri, www.unak.is, en nemendur munu stunda námið frá Háskólasetri Vestfjarða í gegnum fjarfundarbúnað. Upplýsingar um innihald námsins er að finna á heimasíðu HA, undir hjúkrunarfræði. Einnig veita Árún K. Sigurðardóttir, brautarstjóri hjúkrunarfræðibrautar, sími 460 8464/arun@unak.is og Lára Garðarsdóttr sími 460 8036/larag@unak.is, upplýsingar um námið.

 

 

Eldri færslur