Rektor Háskólans í Reykjavík í heimsókn í Háskólasetri Vestfjarða

Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, er væntanleg í heimsókn í Háskólasetur Vestfjarða miðvikudaginn 12. september.

Sumarháskóli í íslensku á háskólastigi

Sumarháskóli í íslensku á háskólastigi stendur nú yfir við Háskólasetur Vestfjarða. Þessa dagana stunda 15 námsmenn frá Bandaríkjunum, Norðurlöndum og Þýskalandi þetta nám.
Nemendur og kennari í Íslensku
Nemendur og kennari í Íslensku

Fyrirlestur í Háskólasetri: Kennsla í töluðu máli

Í dag, föstudag kl. 17:00, mun Sigríður Þorvaldsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, halda erindi sem hún nefnir: Kennsla í töluðu máli - Aðgerðir og árangur. Í erindinu verður sjónum beint að töluðu máli og sérstöðu þess í kennslu íslensku sem annars máls.

Vef- og tæknimál Háskólaseturs

Í júlí var auglýst laus staða vef- og tæknistjóra hjá Háskólasetri Vestfjarða. Umsóknarfrestur var 23. júli. Þrjár umsóknir bárust, þar á meðal eru vestfirsk fyrirtæki sem bjóða í stöðuna, en tekið var fram í starfsauglýsingunni að til greina kæmi að úthýsa þessum málum ef að fyrirtæki myndu bjóða í starfið.
Ákveðið var að úthýsa vef- og tæknimálum. Netheimar munu sjá um tæknimál en Snerpa mun sjá um vefmálin.

Opinn dagur í Vatnsfirði við Djúp

Uppgröftur er hafinn í Vatnsfirði við Djúp og Fornleifaskólinn tekinn til starfa. Rannsóknir verða á svæðinu frá 2.-27. júlí í sumar. Uppgröftur í Vatnsfirði hófst sumarið 2003, þá voru teknir nokkrir könnunarskurðir á svæðinu og í ljós kom langeldur frá landnámstímanum. Sumarið 2004 hófst eiginlegur uppgröftur og grafinn upp skáli frá landnámsöld.
Eldri færslur