Útibú Háskólans á Bifröst

Útibú Háskólans á Bifröst á Ísafirði var opnað í gær. Útibúið verður til húsa og í umsjón Háskólaseturs Vestfjarða. Tilgangurinn með opnun slíks útibús er að þjónusta nemendur Háskólans á Bifröst og þá er um að ræða bæði væntanlega nemendur og þá sem nú þegar stunda nám á Bifröst.

Útibú frá Háskólanum á Bifröst opnað á Ísafirði

Í dag kl. 15:00 verður nýtt útibú Háskólans á Bifröst opnað á Ísafirði. Útibúið verður til húsa í húsnæði Háskólaseturs Vestfjarða. Martha Lilja Olsen, kennslustjóri Háskólasetursins, mun sjá um útibú Háskólans á Bifröst. Martha Lilja þekkir vel til skólastarfs á Bifröst en hún útskrifaðist með MA gráðu í Evrópufræðum frá skólanum árið 2006.

Spennandi námskeið á Act Alone hátíðinni haldin í Háskólasetri

Einleikjahátíðin Act Alone fer fram dagana 27. júní til 1. júlí. Eins og áður eru hluti af hátíðinni spennandi námskeið í leiklist sem eiga sér varla hliðstæðu hér á landi. Námskeiðin verða bæði haldin dagana 28.-30. júní í Háskólasetri Vestfjarða.

Evan Ziporyn - fyrirlestur

E van Ziporyn heldur fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða, miðvikudaginn 20. júní, klukkan 12:00. Evan Ziporyn er klarinettleikari, tónskáld, gamelansérfræðingur...fjölhæfari og forvitnari tónlistarmann en Evan Ziporyn er erfitt að finna. Ziporyn hefur komið víða við á löngum ferli sínum, hann hefur flutt gamelantónlist frá Balí í tæplega 30 ár og leikið með tímamótasveitinni Bang on a Can frá upphafi - eða í 20 ár.

Fimmtán umsóknir um ný störf í Háskólasetri

Á dögunum voru auglýstar þrjár nýjar stöður hjá Háskólasetri Vestfjarða: Verkefnisstjóri, sérfræðingur á alþjóðasviði og fagstjóri á sviði haf- og strandsvæðastjórnunnar. Um er að ræða þrjú ný stöðugildi sérfræðinga í Háskólasetri Vestfjarða, sem eru hluti af tillögu Vestfjarðanefndar.
Eldri færslur