Tveir rektorar í Háskólasetri í kvöld

Í kvöld klukkan 20.00 heldur Magnús B. Jónsson prófessor og fyrrverandi rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um möguleika og vandamál íslensku búfjárstofnanna í sameiginlegri fyrirlestraröð Háskólaseturs og Vestfjarða-akademíunnar.


Áður en fyrirlestur Magnúsar hefst munu Þorsteinn Gunnarson rektor Háskólans á Akureyri og Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða skrifa formlega undir samstarfssamning vegna meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun sem hefst við Háskólasetur í haust.


Undirskriftin fer fram í kaffisal Háskólaseturs kl. 20.00 en strax að henni lokinni verður gengið til stofu 1 þar sem fyrirlesturinn fer fram.

Menntunarframboð og viðhald byggðar

Gestur vísindaports vikunnar er Magnús B. Jónsson prófessor og fyrrum rektor Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Í fyrirlestri sínum mun Magnús ræða mikilvægi menntunarframboðs í tengslum við viðhald byggðar og möguleika lítilla svæða til þess að byggja upp æðri menntastofnanir.


Fyrirlesturinn hefst uppúr klukkan 12 í kaffisal Háskólaseturs og sem fyrr eru allir velkomnir. Vísindaportið er óformlegur umræðutími í hádeginu á föstudögum þar sem einhver segir í stuttu máli, 20-30 mínútur, frá sínum núverandi eða eldri rannsóknum – og svo er orðið laust. Fyrirlesturinn hefst uppúr klukkan 12 og fer fram í kaffisal Háskólasetursins og eru allir velkomnir.


Magnús B. Jónsson lauk doktorsprófi í landbúnaðarfræðum frá Norges Landbrukshøgskole árið 1969, en áður hafði hann lokið búfræðikandídatsprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1963. Magnús var rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri frá 1999-2005 og þar áður skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri frá 1992. Hann hefur starfað sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og sérfræðingur í kynbótum hjá Norges Pelsdyralslag. Magnús hefur verið ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins auk þess sem hann var um langt árabil kennari í búfjárrækt við Búvísindadeildina á Hvanneyri. Frá 2005 hefur Magnús verið prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri þar sem hann starfar nú í hlutastarfi jafnhliða því sem hann er í og hlutastarfi landsráðunautur í nautgriparækt hjá Bændasamtökum Íslands.

Möguleikar og vandamál íslensku búfjárstofnanna

Magnús B. Jónsson prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri flytur fyrirlestur um nýtingu og varðveislu íslensku búfjárkynjanna í Háskólasetri Vestfjarða fimmtudaginn 31. janúar kl. 20.00. Fyrirlesturinn er hluti af sameiginlegri fyrirlestrarröð Háskólaseturs og Vestfjarðar-akademíunnar.


Magnús mun einkum beina sjónum sínum að möguleikum og vandamálum sem eru því samfara að byggja til frambúðar á íslensku búfjárstofnunum. Hann mun einkum draga fram tvö sjónarmið, annarsvegar út frá þeim skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist með Ríó-sáttmálanum um varðveislu erfðafjölbreytileika og hinsvegar út frá því hvernig nýting þessara stofna gengur upp í sífellt harðnandi samkeppni á markaði.


Magnús B. Jónsson lauk doktorsprófi í landbúnaðarfræðum frá Norges Landbrukshøgskole árið 1969, en áður hafði hann lokið búfræðikandídatsprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1963. Magnús var rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri frá 1999-2005 og þar áður skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri frá 1992. Hann hefur starfað sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og sérfræðingur í kynbótum hjá Norges Pelsdyralslag. Magnús hefur verið ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins auk þess sem hann var um langt árabil kennari í búfjárrækt við Búvísindadeildina á Hvanneyri. Frá 2005 hefur Magnús verið prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri þar sem hann starfar nú í hlutastarfi jafnhliða því sem hann er í og hlutastarfi landsráðunautur í nautgriparækt hjá Bændasamtökum Íslands.

Hádegisfyrirlestur um skipulagsmál

Í hádeginu miðvikudaginn 30. janúar mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skipulagshagfræðingur halda fyrirlestur um skipulagsmál hjá Háskólasetri Vestfjarða. Í spjalli sínu mun Sigmundur Davíð beina sjónum sínum sérstaklega að Ísafirði enda ber fyrirlesturinn yfirskriftina „Skipulagsmál skipta sköpum - Ísafjörður bær tækifæranna"


Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst rétt rúmlega tólf og fer fram í kaffisal Háskólaseturs.


Sigmundur Davíð lauk námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hluta námsins tók hann í Moskvu þar sem áhersla var lögð á þróunarhagfræði (þ.e. hagkerfi í þróun). Einnig stundaði hann nám í stjórnmálafræði við Kaupmannahafnarháskóla með áherslu á opinbera stjórnsýslu. Frá Kaupmannahöfn hélt Sigmundur Davíð til framhaldsnáms við Oxfordháskóla í Bretlandi þar sem hann vann doktorsrannsókn um samspili skipulagsmála og hagfræði. Rannsóknarverkefnið fjallaði um þróun borga í Austur- og Mið-Evrópu frá falli kommúnismans. Auk þess hefur Sigmundur Davíð starfað hjá Sjónvarpinu sem frétta- og dagskrárgerðarmaður.

Leiklistarnemar í heimsókn

Leiklistarnemar við Listaháskóla Íslands eru í námsferð á Ísafirði þessa dagana og heimsóttu Háskólasetur í gær. Hópurinn samanstendur af sjö leiklistarnemum á þriðja ári sem sitja nú námskeið um dansleikhús hjá Ólöfu Ingólfsdóttur sem fer fyrir hópnum. Í námskeiðinu er fjallað um ýmislegt varðandi hreyfingu og dans sem nýst getur leikurum en sérstakt umfjöllunarefni námskeiðsins að þessu sinni eru kynhlutverkin. Markmið námsferðarinnar er fyrst og fremst að fá nýjan innblástur með því að breyta um umhverfi og kynnast staðnum.

1 af 2
Eldri færslur