Hvað er MBA nám?

Gestur Vísindaports vikunnar er Jón Snorri Snorrason forstöðumaður MBA náms Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands. Í fyrirlestri sínum mun Jón Snorri fjalla um skipulag og áherslur MBA námsins við Háskóla Íslands. Einnig mun hann ræða fyrir hverja MBA námið sé ætlað út frá inntökukröfum og bakgrunni nemenda og hver ávinningur námsins er fyrir nemendur og atvinnulífið.


Jón Snorri er viðskiptafræðingur (cand.oecon) frá Háskóla Íslands og er með meistaragráðu frá Essex háskóla í Bretlandi. Hann er forstöðumaður MBA-náms Háskóla Íslands og hefur 25 ára reynslu af háskólakennslu við Viðskipta- og hagfræðideild skólans og hefur auk þess kennt við Háskólann á Bifröst og í Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur setið í stjórnum fyrirtækja eins og Aco Tæknivals, Eðalfisks, Bílabúð Benna, Sigurplasts og Íslenska Lífeyrissjóðsins, Lyfju og Vátryggingarfélags Íslands (VÍS).

Undanfarin 12 ár hefur Jón Snorri verið framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar, B&L bílaumboðs og Öryggismiðstöðvarinnar. Á árunum 1983-1995 starfaði hann á fjármálamarkaði m.a. sem forstöðumaður á fyrirtækjasviði Landsbankans, sem framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Kaupþings og aðstoðarframkvæmdastjóri Lýsingar.

Breyttur tími á fyrirlestri um ímynd íslenskra háskóla

Jón Snorri Snorrason, forstöðumaður MBA náms Háskóla Íslands, flytur fyrsta fyrirlestur ársins í sameiginlegri fyrirlestrarröð Háskólaseturs Vestfjarða og Vestfjarða-akademíunnar. Vegna tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fram fara á fimmtudagskvöldið, verður fyrirlestri Jóns Snorra flýtt til klukkan 17.00 og fer fram í stofu 1 í Háskólasetri. Jón Snorri mun fjalla um ímyndarsköpun háskólanna á Íslandi.


Jón Snorri er viðskiptafræðingur (cand.oecon) frá Háskóla Íslands og er með meistaragráðu frá Essex háskóla í Bretlandi. Hann er forstöðumaður MBA-náms Háskóla Íslands og hefur 25 ára reynslu af háskólakennslu við Viðskipta- og hagfræðideild skólans og hefur auk þess kennt við Háskólann á Bifröst og í Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur setið í stjórnum fyrirtækja eins og Aco Tæknivals, Eðalfisks, Bílabúð Benna, Sigurplasts og Íslenska Lífeyrissjóðsins, Lyfju og Vátryggingarfélags Íslands (VÍS).

Undanfarin 12 ár hefur Jón Snorri verið framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar, B&L bílaumboðs og Öryggismiðstöðvarinnar. Á árunum 1983-1995 starfaði hann á fjármálamarkaði m.a. sem forstöðumaður á fyrirtækjasviði Landsbankans, sem framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Kaupþings og aðstoðarframkvæmdastjóri Lýsingar.

Fyrirlesturinn sem Jón Snorri nefnir „Hver er ímynd háskólanna á Íslandi?" er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.

Undirbúningsnámskeið í hjúkrunarfræði

Þriðjudaginn 22. janúar hefst undirbúningsnámskeið fyrir þá sem ætla að hefja fjarnám í hjúkrunarfræði n.k. haust.

Kennari á námskeiðinu verður Ingi Þór Ágústsson, hjúkrunarfræðingur. Ingi Þór hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur undanfarin ár við Heilbrigðisstofnunina á Ísafirði, en einnig kennir hann á sjúkraliðabraut í Menntaskólans á Ísafirði. Farið verður yfir það efni sem kennt er á fyrstu önninni í hjúkrunarfræðináminu við Háskólann á Akureyri en einnig mun verða farið yfir hvernig samkeppnisprófin ganga fyrir sig og gefin góð ráð varðandi slík próf.


Námskeiðið verður kennt alla þriðjudaga kl. 17-19 og kostar kr. 18.000.


Skráning á námskeiðið er hafin og eru þeir sem hafa áhuga á að sækja námskeiðið beðnir um að skrá sig hjá Mörthu Lilju, í síma 450 3041 eða í tölvupósti, marthalilja@hsvest.is.


Sjá nánar um námskeiðið hér

 

Kynning á starfssemi Impru

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir eru starfsmenn nýrrar starfsstöðvar Nýsköpunarmiðstöðvar á Ísafirði og í Vísindaporti föstudaginn 18. janúar munu þær kynna starfssemi Nýsköpunarmiðstöðvar og þá þjónustu sem er í boði fyrir frumkvöðla og lítil og meðalstór fyrirtæki. 
Vísindaport morgundagsins er hið fyrsta í röð fjögurra Vísindaporta þar sem Nýsköpunarmiðstöð býður kynningar á ýmsum þáttum starfssemi sinnar og verður þetta samstarfsverkefni Háskólaseturs Vestfjarða og Nýsköpunarmiðstöðvar. 

Námskeið í gerð Leonardo umsókna

Föstudaginn 18. janúar kl. 13-15 verður haldið námskeið í gerð Leonardo umsókna um mannaskipti og samstarfsverkefni.  Námskeiðið er haldið í Háskóla Íslands en er sent út í fjarfundi til Háskólaseturs Vestfjarða.

Næstu umsóknarfrestir Leonardo verkefna eru 8. febrúar og 15. febrúar.  Námskeiðið er ókeypis og öllum opið.
Eldri færslur