Ískönnunarvélar til sýnis á Ísafjarðarflugvelli

Twin-Otter flugvélin bandaríska, sem flýgur í rannsóknarskyni frá Ísafirði þessa dagana hefur vakið athygli margra bæjarbúa. Mánudaginn 8. maí bætist svo flugvél Landhelgisgæslunnar við í sínu árlega ískönnunarflugi. Í tilefni þess að flugvélarnar tvær verða staddar á Ísafirði er almenningi boðið að skoða þær á mánudag kl. 18:00 (eftir brottför áætlunarflugs) og fræðast um vélarnar og verkefni þeirra frá fyrstu hendi.

Twin Otter rannsóknarflugvélin sem gerir út frá Ísafjarðarflugvelli þessa dagana verður til sýnist ásamt flugvél Landhelgisgæslunnar á Ísafjarðarflugvelli 8. maí.
Twin Otter rannsóknarflugvélin sem gerir út frá Ísafjarðarflugvelli þessa dagana verður til sýnist ásamt flugvél Landhelgisgæslunnar á Ísafjarðarflugvelli 8. maí.
1 af 2

Ráðstefnuglærur aðgengilegar á vef

Nú hafa allar glærur sem kynntar voru á ráðstefnunni "Skemmtiferðaskip á réttri leið?" verið gerðar aðgengilegar á vef Háskólaseturs Vestfjarða. Ráðstefnan fór fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í byrjun apríl og fluttu 18 framsögumenn fjölbreytt og fróðleg erindi þar sem tekið var á ýmsu málefnum sem tengjast hinni ört vaxandi atvinnugrein sem móttaka skemmtiferðaskipa á Íslandi er.

Aðsókn að ráðstefnunni fór fram úr björtustu vonum skipuleggjenda og má ljóst vera að eftirspurn er eftir samráðsvettvangi í þessari grein ferðaþjónustunnar. Það voru Háskólasetur Vestfjarða, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ísafjarðarbær, Ferðamálasamstök Vestfjarða, Markaðsstofa Vestfjarða og Vesturferðir sem stóðu að ráðstefnunni og hlutu til þess styrk frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti.

 

Ljósmynd: Ágúst G. Atlason
Ljósmynd: Ágúst G. Atlason

Rannsaka hafísröndina með bækistöð á Ísafirði

Bandarískt teymi í hafís-, veður- og loftslagsrannsóknum hefur komið sér upp bækistöð á Ísafjarðarflugvelli og Háskólasetri Vestfjarða til að stunda mælingar á áhrifum vindafars og geislunar á hreyfingu hafíss. Teymið mun fljúga í lágflugi yfir lagnarísinn úti á Grænlandssundi og safna ýmsum veðurfarstengdum gögnum, sem munu nýtast til að bæta flugöryggi og dýpka þekkingu á loftslagsbreytingum.

Mynd úr hafísreklíkani sem Björn Erlingsson hefur unnið að því að þróa. Myndin sýnir hluta þess svæðis sem rannsóknarteymið bandaríska einbetir sér að.
Mynd úr hafísreklíkani sem Björn Erlingsson hefur unnið að því að þróa. Myndin sýnir hluta þess svæðis sem rannsóknarteymið bandaríska einbetir sér að.

Viltu hýsa skiptinema í sumar?

Háskólasetur Vestfjarða leitar nú að fjölskyldum sem vilja opna heimili sín fyrir bandaríska háskólanema sem koma í vettvangsnám til Ísafjarðar tímabilið 18.júní - 5.júlí.

Einar Geir Jónasson í Naustahvílft ásamt nokkrum skiptinemum.
Einar Geir Jónasson í Naustahvílft ásamt nokkrum skiptinemum.

SIT nemendur heimsækja Grænland

Eins og greint hefur verið frá í fréttum Háskólaseturs Vestfjarða stendur nú yfir námsönn á vegum School for International Training (SIT) þar sem sautján bandarískir háskólanemar erum við nám bæði á Íslandi og á Grænlandi í nánu samstarfi við Háskólasetrið. Umfjöllunarefnið er loftslagsbreytingar á Norðurslóðum og er hópurinn nú að ljúka tveggja vikna dvöl á Grænlandi en sjálf önnin er samtals 15 vikur.

Sigling um Nuup kangerlua.
Sigling um Nuup kangerlua.
1 af 6
Eldri færslur