Fjölmenn og vel heppnuð ráðstefna

Óhætt er að fullyrða að ráðstefnan „Skemmtiferðaskip á réttri leið?“, sem fram fór í Edinborgarhúsinu  á Ísafirði í byrjun vikunnar, hafi tekist vel og var aðsókn mun betri en skipuleggjendur höfðu reiknað með. Alls voru átján fyrirlestrar í boði þar sem fjallað var um málefni skemmtiferðaskipa frá ýmsum og ólíkum sjónarhólum. Efni ráðstefnunnar getur nýst við stefnumótun sveitarfélaga í þessum málaflokki.

Ráðstefnan um skemmtiferðaskip, sem haldin var í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, var afar vel sótt og þótti takast vel.
Ráðstefnan um skemmtiferðaskip, sem haldin var í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, var afar vel sótt og þótti takast vel.

Ráðstefna um skemmtiferðaskip hefst á mánudag

Ráðstefnan „Skemmtiferðaskip - á réttri leið?“ hefst í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á mánudagsmorgun, 3. apríl, og stendur til eftirmiðdags á þriðjudag. Það er Háskólasetur Vestfjarða sem hefur veg og vanda að skipulagningu ráðstefnunnar í góðu samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ísafjarðarbæ, Markaðsstofu Vestfjarða, Ferðamálasamtök Vestfjarða, Vesturferðir og fleiri aðila.

Ráðstefna um skemmtiferðaskip verður haldin í Edinborg á Ísafirði 3.-4. apríl 2017.
Ráðstefna um skemmtiferðaskip verður haldin í Edinborg á Ísafirði 3.-4. apríl 2017.

Vettvangsskóli á Reykhólum sökkvir sér í sjávargróður

Vettvangsskóli Háskólaseturs Vestfjarða og Nordplus-samstarfsnetsins SuWaCo (Sustainable Waters and Coastal Bodies) heimsótti Reykhólasveit fyrir helgi. Í vettvangsskólanum fást nemendur við nýsköpunarverkefni sem tengjast hafinu á einn eða annan hátt. Eðlilega beindust sjónir nemenda einkum að sjávargróðri enda eru Reykhólar höfuðstaður nýtingar þangs og þara á Íslandi.

Sjávargróður, þang og þari var viðfangsefni vettvangsskólans sem lærði undir handleiðslu Maríu Maack á Reykhólum í síðustu viku.
Sjávargróður, þang og þari var viðfangsefni vettvangsskólans sem lærði undir handleiðslu Maríu Maack á Reykhólum í síðustu viku.
1 af 2

Nemendur kynnast fiskeldi

„Ég gerði mér ekki grein fyrir stærðargráðunni á þessu“, sagði Katrina Lang frá Eistlandi, einn af þátttakendum í námskeiðinu Nýsköpun í fiskeldi eftir heimsókn í klakstöð Arctic Fish innst í Tálknafjarðarbotni. Umfang greinarinnar og framkvæmda í tengslum við hana koma flestum á óvart. „Maður þarf víst að hafa séð þetta til að trúa því“, sagði annar þátttakandi. 

Hópurinn sem tekur þátt í námskeiðinu.
Hópurinn sem tekur þátt í námskeiðinu.

Fjarnámsmöguleikar á háskólastigi kynntir

Nú fer í hönd sá tími þegar útskriftarnemar í framhaldsskólum landsins gera upp hug sinn varðandi frekara nám. Í því samhengi getur fjarnám á háskólastigi verið vænlegur kostur fyrir þá sem ekki eru reiðubúnir til að flytja að heiman eða geta af öðrum orsökum ekki sótt nám fjarri heimabyggð. Háskólasetur Vestfjarða býður fjölbreytta þjónustu við fjarnemendur og er þessa dagana að kynna hana fyrir verðandi háskólanemum.

Fjarnemar og nemendur í haf- og strandsvæðastjórnun ásamt Peter Weiss, forstöðumanni Háskólaseturs og Stefáni B. Sigurðssyni, þáverandi rektor HA, við útskrift á Háskólahátíð á Hrafnseyri á 17. júní 2012.
Fjarnemar og nemendur í haf- og strandsvæðastjórnun ásamt Peter Weiss, forstöðumanni Háskólaseturs og Stefáni B. Sigurðssyni, þáverandi rektor HA, við útskrift á Háskólahátíð á Hrafnseyri á 17. júní 2012.
Eldri færslur