Íslenskuátakinu „Íslenskuvænt samfélag“ ýtt úr vör

Átakið sem hér er kynnt til sögunnar og ber heitið  Íslenskuvænt samfélag: við erum öll almannakennarar er sumpart til að sporna gegn þessari tilhneigingu. Aðaláherslan er lögð á þá staðreynd að öllum ætti að vera í lófa lagið að veita liðsinni er kemur að því nema tunguna. Til þess þarf fólk ekki að vera sérfræðimenntað á því sviðinu.

Nemendur á íslenskunámskeiðum hafa m.a. heimsótt Hversdagssafnið á Ísafirði.
Nemendur á íslenskunámskeiðum hafa m.a. heimsótt Hversdagssafnið á Ísafirði.

Vel heppnuð rástefna um íslenskt þjóðfélag

Dagana 13.-14. maí fór fram fjórtánda ráðstefnan um íslenska þjóðfélagið í Háskólasetri Vestfjarða. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var „Samfélag og náttúra – stál í stál eða hönd í hönd?“ Þetta er í þriðja sinn sem Háskólasetur Vestfjarða heldur ráðstefnuna en ýmsar háskólastofnanir á Íslandi skiptast á að halda hana.

Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs bauð gesti velkomna.
Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs bauð gesti velkomna.

Framhaldsnámskeið í íslensku í dymbilvikunni

Á föstudaginn langa lauk formlega framhaldsnámskeiði í íslensku fyrir útlendinga á stigi B2 sem Háskólasetrið hélt í dymbilvikunni. Margt var haft fyrir stafni á þessum fimm dögum sem námskeiðið varði þótt segja megi að hluti námskeiðsins, fyrir suma, hafi verið að mæta á Aldrei fór ég suður og hafi því námskeiðið dregist fram á sunnudag.

Námskeiðinu lauk formlega síðastliðinn föstudag með heimsókn til Peter Weiss forstöðumanns Háskólaseturs sem býr á Selaból í Önundarfirði.
Námskeiðinu lauk formlega síðastliðinn föstudag með heimsókn til Peter Weiss forstöðumanns Háskólaseturs sem býr á Selaból í Önundarfirði.
1 af 2

Háskólasetrið og Aurora Arktika taka upp samstarf

Nýverið skrifuðu Háskólasetur Vestfjarða og ferðaþjónustufyrirtækið Aurora Arktika undir samstarfsyfirlýsingu.

Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs, Inga Fanney Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Aurora Arktika og Catherine Chambers, rannsóknastjóri Háskólaseturs Vestfjarða.
Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs, Inga Fanney Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Aurora Arktika og Catherine Chambers, rannsóknastjóri Háskólaseturs Vestfjarða.

Þátttaka í málstofu um aftakaveður og áhrif þess á sjávarútvegs- og strandsamfélög

Tveir starfsmenn Háskólaseturs taka þátt í málstofu um aftakaveður og áhrif þess á sjávarútvegs- og strandsamfélög á vegum Vísindanefndar um loftslagsbreytingar. Nefndin var skipuð af umhverfisráðherra og hefur það verkefni að vinna  vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar og samfélag á Íslandi.

Dr. Catherine Chambers og dr. Matthias Kokorsch taka þátt í málstofu um aftakaveður og áhrif þess á sjávarútvegs- og strandsamfélög á vegum Vísindanefndar um loftslagsbreytingar.
Dr. Catherine Chambers og dr. Matthias Kokorsch taka þátt í málstofu um aftakaveður og áhrif þess á sjávarútvegs- og strandsamfélög á vegum Vísindanefndar um loftslagsbreytingar.
Eldri færslur