Heimsókn á Þingeyri

Nemendur í námskeiðinu Sjálfbært fiskeldi fengu heldur betur gott veður til að fara í heimsókn á Þingeyri á miðvikudag. Þar fóru kennararnir Peter Krost og Pierre-Olivier Fontaine með nemendur í heimsókn til Arctic Fish þar sem þeir fræddust um starfsemina og skoðuðu aðstöðu fyrirtækisins í Blábankanum, en síðan var haldið í bátsferð til að skoða sjókvíarnar í Dýrafirði. 

Hópurinn á Þingeyri
Hópurinn á Þingeyri
1 af 14

Gefum íslensku séns!

Átakið Íslenskuvænt samfélag: við erum öll almannakennarar hefur hlotið styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála. Þar með verður hægt að halda áfram með það góða starf sem unnið var á síðasta ári og bæta um betur í ár, með aukinni og þéttari dagskrá. Sú breyting hefur þó orðið að valið hefur verið nýtt slagorð: Gefum íslensku séns!

Þrír nemendur styrktir til sauðskinnsvinnslu

Þegar tilkynnt var í byrjun desember hver hlytu styrki frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða mátti sjá nokkur nöfn á blaði sem tengjast Háskólasetri Vestfjarða. Það sýnir sem er að bæði núverandi og fyrrverandi nemendur, sem og starfsfólk, Háskólasetursins eru hugmyndarík og áfjáð um að gefa af sér til samfélagsins á Vestfjörðum eftir að hafa numið og starfað hér.

Í ár hlutu tvö verkefni frjá nemendum styrk, The Arctic Fish Midnight Special hjólreiðakeppnin hlaut 700.000 kr. og Frá Landinu, handverksmunir fyrir heimilið, hlaut 600,000 kr. Að auki fékk Catherine Chambers styrk til að setja upp ljósmyndasýninguna SeaGirls og Ingibjörg Rósa Björnsdóttir fékk styrk fyrir viðskiptaáætlun um Laupinn - hús hrafnanna, en þær starfa báðar hjá Háskólasetri. 

Ainara Aguilar
Ainara Aguilar
1 af 3

Nýsköpunarhugmyndir frá Háskólasetrinu

Þegar tilkynnt var í byrjun desember hver hlytu styrki frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða mátti sjá nokkur nöfn á blaði sem tengjast Háskólasetri Vestfjarða. Það sýnir sem er að bæði núverandi og fyrrverandi nemendur, sem og starfsfólk, Háskólasetursins eru hugmyndarík og áfjáð um að gefa af sér til samfélagsins á Vestfjörðum eftir að hafa numið og starfað hér.

Popp, kók og vísindi!

Háskólasetur tók þátt í vísindaviðburði á Patreksfirði í nóvember, sem kallaðist "Popp, kók og vísindi." Þar kom saman fræðafólk úr Rannsóknarsamfélagi Vestfjarða, en það samanstendur af rannsakendum og vísindamönnum víðsvegar af Vestfjörðum. Hópurinn blés til sýningar í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði þar sem gestir gátu horft á stuttar vísindakynningar og gætt sér á poppi og gosi í leiðinni. 

Michelle Vallient, doktorsnemi við rannsóknarsetur HÍ í Bolungarvík sýnir hvernig hljóðmerking á fiskum virkar
Michelle Vallient, doktorsnemi við rannsóknarsetur HÍ í Bolungarvík sýnir hvernig hljóðmerking á fiskum virkar
1 af 3
Eldri færslur