þriðjudagur 29. júní 2010

World Light - World Song, vel heppnuð þriggja daga dagskrá

Hópurinn á leið upp á Álftafjarðarheiði, Álftafjörður í baksýn.
Hópurinn á leið upp á Álftafjarðarheiði, Álftafjörður í baksýn.
Morguninn eftir hófst metnaðarfullt bókmenntaþing í Hömrum, sal Tónlistarfélags Ísafjarðar, þar sem skáld, rithöfundar, tónlistarmenn og fræðimenn komu saman og fjölluðu um sambandið milli náttúru, samfélags og skáldskapar.

Fyrirlesarar voru dr. Gauti Kristmannsson dósent við Háskóla Íslands, Ingi Björn Guðnason bókmenntafræðingur, Guðfinna Hreiðarsdóttir sagnfræðingur, og kanadíska tónskáldið Matthew Patton. Einnig fóru með erindi Chris Crocker, Andrew McGillivray, Becky Forsythe og Elin Thordarson en þau er öll framhaldsnemar við íslenskudeild Manitóbaháskóla.

Ungar ísfirskar stúlkur og konur buðu upp á söng í Tjöruhúsinu.
Ungar ísfirskar stúlkur og konur buðu upp á söng í Tjöruhúsinu.
Síðasti dagskrárliður þessarar þriggja daga viðburðar var sigling í Vigur og um Inn-Djúpið. Í Vigur var gengið undir leiðsögn Björns Baldurssonar (Bödda) sem fræddi hópinn um lífið í eyjunni í gegnum aldirnar, fuglalífið og fleira áhugavert. Að göngu lokinni gæddi hópurinn sér á dýrindis súpu í hinu svokallaða Viktoríuhúsi. Margir notuðu tækifærið og sendu póstkort úr þessu minnsta pósthúsi landsins. Eftir góða dvöl í veðurblíðunni í þessari fallegu eyju var haldið í stutta siglingu um Inn-Djúpið.

Óhætt er að segja að þessi dagskrá hafi öll heppnast vel og eru hugmyndir uppi um að endurtaka leikinn á næsta ári, en þá er von á Birnu og nýjum vettvangsskólahópi á vegum íslenskududeildar Manitóbaháskóla.