World Light - World Song, vel heppnuð þriggja daga dagskrá

Hópurinn á leið upp á Álftafjarðarheiði, Álftafjörður í baksýn.
Fyrirlesarar voru dr. Gauti Kristmannsson dósent við Háskóla Íslands, Ingi Björn Guðnason bókmenntafræðingur, Guðfinna Hreiðarsdóttir sagnfræðingur, og kanadíska tónskáldið Matthew Patton. Einnig fóru með erindi Chris Crocker, Andrew McGillivray, Becky Forsythe og Elin Thordarson en þau er öll framhaldsnemar við íslenskudeild Manitóbaháskóla.

Ungar ísfirskar stúlkur og konur buðu upp á söng í Tjöruhúsinu.
Óhætt er að segja að þessi dagskrá hafi öll heppnast vel og eru hugmyndir uppi um að endurtaka leikinn á næsta ári, en þá er von á Birnu og nýjum vettvangsskólahópi á vegum íslenskududeildar Manitóbaháskóla.