Wildfjords Trail hlýtur styrk
Þann 19. desember var tilkynnt hvaða verkefni hljóta styrk úr Þróunarsjóði ferðamála. Meðal verkefna sem fengu styrk að þessu sinni er verkefnið Wildfjords Trail sem Henry Fletcher hefur unnið að. Henry var í hópi fyrstu nemendanna sem útskrifuðust úr meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun frá Háskólasetrinu árið 2010 en undanfarið ár hefur hann unnið að Wildfjords Trail verkefninu hér á Vestfjörðum í samstarfi við ýmsa heimamenn. Þess má geta að í október síðastliðinum kynnti Henry verkefnið í Vísindaporti Háskólaseturs.
Það er sérlega ánægjulegt fyrir Háskólasetur Vestfjarða að nemendur þess snúi aftur að lokinni útskrift og vinni að nýsköpunarverkefnum á Vestfjörðum. Forvitnilegt verður að fylgjast með framgangi verkefns Henrys Fletchers í framtíðinni.
Það er sérlega ánægjulegt fyrir Háskólasetur Vestfjarða að nemendur þess snúi aftur að lokinni útskrift og vinni að nýsköpunarverkefnum á Vestfjörðum. Forvitnilegt verður að fylgjast með framgangi verkefns Henrys Fletchers í framtíðinni.