„Wildfjords“ - náttúrustígur
Í Vísindaporti föstudaginn 11. október, mun Henry Fletcher fjalla um verkefni sem hann vinnur að og fjallar um tilurð „Wildfjords“ – sem er stígur í villtri náttúru á milli Ísafjarðar og Látrabjargs.
Henry er svæðinu vel kunnur, en hann er fyrrum nemandi í Haf- og strandsvæðastjórnun og á meðan hann bjó hér notaði hann tímann vel við að skoða dreifðari byggðir og óbyggð svæði Vestfjarða. Á þessu svæði fann hann spennandi hljóm, hafs, fjalla, fugla, sauðfés, birkis, bjarga, hvera, gljúfra, svartra og rauðra stranda og miðnætursólar. Hann fann einnig gestrisið og örlátt fólk sem býr á svæðinu. Hann stefnir að því að koma öllum þessum þáttum og fleirum fyrir í spennandi stíg.
Öllum er boðið velkomið að koma og hlýða á erindið, sem hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Erindið fer fram á ensku.