Vistfræði er viðfangsefni nýrrar kennslulotu
Í dag hófst ný kennslulota í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið með námskeiðinu Coastal and Marine Ecology. Námskeiðið gildir til sex ECTS eininga og er hluti af svokolluðum kjarnanámskeiðum meistaranámsins en eins og heiti námskeiðsins gefur til kynna er viðfangsefni þess vistfræði hafs og stranda.
Umsjónarkennari er Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisfræðingur en hann hefur haft umsjón með þessu námskeiði undanfarin tvö ár. Aðrir kennarar á námskeiðnu eru líffræðingurinn Ólafur Patrick Ólafsson og Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands og Hafrannsókarstofnun, en hún sá einnig um kennslu á námskeiðinu Understanding the Coast and the Ocean fyrr í haust.
Í síðustu viku lauk öðru kjarnanámskeiði, ICZM: Introduction and Theory, sem er inngangsnámskeið um samþætta strandsvæðastjórnun. Kennari á því námskeiði var kanadamaðurinn Jamie Alley sem einnig sá um þetta námskeið í fyrra.
Umsjónarkennari er Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisfræðingur en hann hefur haft umsjón með þessu námskeiði undanfarin tvö ár. Aðrir kennarar á námskeiðnu eru líffræðingurinn Ólafur Patrick Ólafsson og Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands og Hafrannsókarstofnun, en hún sá einnig um kennslu á námskeiðinu Understanding the Coast and the Ocean fyrr í haust.
Í síðustu viku lauk öðru kjarnanámskeiði, ICZM: Introduction and Theory, sem er inngangsnámskeið um samþætta strandsvæðastjórnun. Kennari á því námskeiði var kanadamaðurinn Jamie Alley sem einnig sá um þetta námskeið í fyrra.