fimmtudagur 17. nóvember 2011

Vísindavefur í Vísindaporti

Í Vísindaporti föstudaginn 18. nóvember mun Dagný Sveinbjörnsdóttir fjalla um Vísindavef Háskóla Íslands. Þar ræðir hún spurningarnar, svörin, notendurna og hin ýmsu verkefni sem hafa spunnist út frá honum.

Vísindavefur Háskóla Íslands var opnaður í janúar 2000. Á þessum tæpu 12 árum sem liðin eru hefur hann vaxið og dafnað fram úr björtustu vonum og getið af sér ýmis afkvæmi. Þar er orðið til mikið safn upplýsinga sem fólk á öllum aldri nýtir sér í leik, námi og starfi.

Dagný Sveinbjörnsdóttir er starfsmaður Vísindavefs Háskóla Íslands og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Hún lauk BS gráðu í landafræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og MA gráðu í landafræði frá Memorial University of Newfoundland í Kanada árið 2001.

Vísindaportið, sem er öllum opið, er haldið í kaffistofu Háskólasetursins og hefst klukkan 12:10.

Merki Vísindavefs HÍ
Merki Vísindavefs HÍ