Vísindaportið er komið í sumarfrí
Eftir frábæran vetur mun Vísindaportið nú halda í sumarfrí.
Við höfum verið svo lánsöm í vetur að fá til okkar fólk, með mjög fjölbreytt erindi, af mörgum fræðasviðum, t.d. höfum við hlustað á erindi um hjúkrunarfræði, landfræði, mannfræði, félagsfræði, fjölmiðlafræði, stjórnmálafræði, fornleifafræði, uppeldisfræði, líffræði og sagnfræði. Við höfum jafnframt fræðst um saltframleiðslu, grænt hagkerfi, Evrópusamstarfsverkefni, bækur verið kynntar og margt fleira.
Ég vil þakka öllum sem hafa komið og verið með okkur hér í hádeginu á föstudögum, hvort heldur sem er til að halda erindi eða hlusta á, kærlega fyrir komuna. Vísindaportið mun svo hefja göngu sína að nýju í september, með nýjum og spennandi erindum. Ef þú veist af áhugaverðu efni í Vísindaport máttu gjarnan senda upplýsingar um efnið á kristin@uwestfjords.is.
Við höfum verið svo lánsöm í vetur að fá til okkar fólk, með mjög fjölbreytt erindi, af mörgum fræðasviðum, t.d. höfum við hlustað á erindi um hjúkrunarfræði, landfræði, mannfræði, félagsfræði, fjölmiðlafræði, stjórnmálafræði, fornleifafræði, uppeldisfræði, líffræði og sagnfræði. Við höfum jafnframt fræðst um saltframleiðslu, grænt hagkerfi, Evrópusamstarfsverkefni, bækur verið kynntar og margt fleira.
Ég vil þakka öllum sem hafa komið og verið með okkur hér í hádeginu á föstudögum, hvort heldur sem er til að halda erindi eða hlusta á, kærlega fyrir komuna. Vísindaportið mun svo hefja göngu sína að nýju í september, með nýjum og spennandi erindum. Ef þú veist af áhugaverðu efni í Vísindaport máttu gjarnan senda upplýsingar um efnið á kristin@uwestfjords.is.