þriðjudagur 12. maí 2009

Vísindaport komið í sumarfrí

Vísindaport Háskólaseturs Vestfjarða er komið í sumarfrí, en hefur aftur göngu sína í byrjun september að vanda. Þeir sem hafa áhuga á að kynna efni í Vísindaporti á komandi hausti eru hvattir til að hafa samband við Inga Björn Guðnason í gegnum tölvupóst eða síma: ingi@hsvest.is og 450-3042 eða 869-4374. Ýmislegt efni kemur til greina, hvort sem það er kynning á rannsóknum eða annað forvitnilegt efni.