fimmtudagur 26. nóvember 2009

Vísindaport komið í jólafrí

Nú styttist í að próftímabilið hefjist í Háskólasetrinu og fer Vísindaportið því í jólafrí að vanda. Vísindaportið mun að sjálfsögðu hefjast á nýjan leik eftir áramót með fjölbreyttri og spennandi dagskrá. Áætlað er að fyrsta Vísindaport ársins 2010 fari fram föstudaginn 8. janúar.

Þótt mörg spennandi erindi séu í pípunum er nóg svigrúm fyrir efni á komandi vorönn. Þeir sem luma á einhverju sem þeir vilja kynna í Vísindaportinu mega gjarnan snúa sér til Inga Björns Guðnasonar verkefnastjóra hjá Háskólasetri í gegnum tölvupóst ingi@hsvest.is eða í síma 450-3042.