miðvikudagur 17. nóvember 2010

Vísindaport í Athafnaviku

Tími: kl. 12:10-13:00 föstudaginn 19.nóvember 2010 í Vísindaporti!

 

Vísindaport Háskólaseturs Vestfjarða verður með nokkuð óvenjulegu sniði næstkomandi föstudag. Nú stendur yfir Alþjóðleg athafnavika um land allt og af því tilefni verður Vísindaportinu breytt í Kaffihúsið Veröld. Þar munu ólíkir einstaklingar hittast og ræða vel valin málefni í hópum í nokkrar mínútur í senn. Að lokum verða niðurstöður umræðnanna settar á „vegg viskunnar" og í framhaldinu birtar á netinu. Kaffihúsið opnar kl. 12.10 föstudaginn 19. nóvember í kaffisal Háskólaseturs. Öllum er velkomið að taka þátt!

 

Markmiðið er að virkja athafnasemi og hugvit íbúa til að hafa áhrif til bjartari framtíðar. Mætum í kaffi, hugarflug og með því!

Að viðburðinum standa auk Háskólaseturs, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Impra á Nýsköpunarmiðstöð, Markaðsstofa Vestfjarða og Vinnumálastofnun.

 

Hópur 1
Eru einhverjir samnefnarar um einkenni Vestfirðinga? Ef svo er hvernig geta þeir hjálpað okkur í erfiðu ástandi?

 

Hópur 2
Hvernig er hægt að efla nýsköpun á Vestfjörðum?

 

Hópur 3

Hvernig er hægt að snúa byggðaþróun við á Vestfjörðum? Úr mínus í plús!

 

Hópur 4
Af hverju er gott að búa á Vestfjörðum? Eru þau gæði e.t.v. söluvara?

 

Hópur 5
Brjálaðar hugmyndir! Gefa ímyndunaraflinu algjörlega lausan tauminn. Engin hugmynd er svo brjáluð að hún megi ekki lenda á blaði og hver veit nema einhver þeirra geti nýst til að efla atvinnustarfsemi og samfélagið. Hér eru engar hömlur og allt leyfilegt!


Fjölbreytt dagskrá fer fram um land allt þessa vikuna í tilefni Alþjóðlegrar athafnaviku.
Fjölbreytt dagskrá fer fram um land allt þessa vikuna í tilefni Alþjóðlegrar athafnaviku.