Vísindaport í Athafnaviku
Vísindaport Háskólaseturs Vestfjarða verður með nokkuð óvenjulegu sniði næstkomandi föstudag. Nú stendur yfir Alþjóðleg athafnavika um land allt og af því tilefni verður Vísindaportinu breytt í Kaffihúsið Veröld. Þar munu ólíkir einstaklingar hittast og ræða vel valin málefni í hópum í nokkrar mínútur í senn. Að lokum verða niðurstöður umræðnanna settar á „vegg viskunnar" og í framhaldinu birtar á netinu. Kaffihúsið opnar kl. 12.10 föstudaginn 19. nóvember í kaffisal Háskólaseturs. Öllum er velkomið að taka þátt!
Markmiðið er að virkja athafnasemi og hugvit íbúa til að hafa áhrif til bjartari framtíðar. Mætum í kaffi, hugarflug og með því!
Að viðburðinum standa auk Háskólaseturs, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Impra á Nýsköpunarmiðstöð, Markaðsstofa Vestfjarða og Vinnumálastofnun.
Hópur 1
Eru einhverjir samnefnarar um einkenni Vestfirðinga? Ef svo er hvernig geta þeir hjálpað okkur í erfiðu ástandi?
Hópur 2
Hvernig er hægt að efla nýsköpun á Vestfjörðum?
Hópur 3
Hvernig er hægt að snúa byggðaþróun við á Vestfjörðum? Úr mínus í plús!
Hópur 4
Af hverju er gott að búa á Vestfjörðum? Eru þau gæði e.t.v. söluvara?
Hópur 5
Brjálaðar hugmyndir! Gefa ímyndunaraflinu algjörlega lausan tauminn. Engin hugmynd er svo brjáluð að hún megi ekki lenda á blaði og hver veit nema einhver þeirra geti nýst til að efla atvinnustarfsemi og samfélagið. Hér eru engar hömlur og allt leyfilegt!