föstudagur 24. október 2008

Vísindaport fellur niður vegna veðurs

Vísindaport um Pál Björnsson prófast í Selárdal sem átti að fara fram í hádeginu í dag, föstudaginn 24. október, fellur niður vegna veðurs. Áætlað er að það fari fram að viku liðinni, en verður nánar auglýst síðar.