fimmtudagur 3. mars 2011

Vísindaport fellur niður

Nú er líflegri viku að ljúka í Háskólasetrinu. Á miðvikudaginn hélt Brad Barr, kennarai í haf- og strandsvæðastjórnun, opið erindi um ósnortin haf- og strandsvæði. Í dag fór svo fram opin málstofa nemenda hans í námskeiðinu Coastal and Marine Conservation þar sem fjallað var um fjölbreytt málefni er varða verndun haf- og strandsvæða. Vegna þessa mikla framboðs fyrirlestra í vikunni var ákveðið að gefa Vísindaportinu frí að þessu sinni en það verður þó að sjálfsögðu aftur á dagskrá í næstu viku.

Háskólasetur Vestfjarða. Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Háskólasetur Vestfjarða. Ljósmynd: Ágúst Atlason.