fimmtudagur 8. október 2009

Vísindaport: Vestfirska leikárið

Eins og alþjóð veit er leikhúslíf með miklum blóma á Vestfjörðum um þessar mundir. Hin árlega leiklistahátíð, Act alone, og þær fjölmörgu sýningar sem fara á fjalirnar á Vestfjörðum ár hvert eru til vitnis um það.

 

Í Vísindaporti Háskólaseturs föstudaginn 9. október verður vestfirska leikárið 2009-2010 kynnt. Leikárið er sérlega spennandi þetta árið og státar til dæmis af átta nýjum leiksýningum, sem meðal annars fást við við vestfirskt efni, auk sýninga frá fyrra leikári. Elfar Logi Hannesson leikari og ein helsta driffjöður vestfirsks leikhúslífs mun kynna leikárið og svara fyrirspurnum. Þetta er upplagt tækifæri til að kynna sér betur þær leiksýningar sem í boði verða í vetur og jafnvel koma með tillögur að verkum sem vert er að setja upp í framtíðinni.

 

Allir eru hjartanlega velkomnir og líkt og áður hefst Vísindaportið kl. 12.10 og fer fram í kaffisal Háskólaseturs.


Elfar Logi Hannesson í hlutverki doktors Friðriks í Heilsgæslunni, nýju vestfirsku leikverki, eftir Lýð Árnason, sem frumsýnt var á dögunum. Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Elfar Logi Hannesson í hlutverki doktors Friðriks í Heilsgæslunni, nýju vestfirsku leikverki, eftir Lýð Árnason, sem frumsýnt var á dögunum. Ljósmynd: Ágúst Atlason.