Vísindaport: Vestfirðir í fókus
Í erindinu mun Matt Willen ræða hugmyndina á bakvið verkefnið, uppruna þess og hverju þeir félagar vilja ná fram með verkefninu. Jafnframt mun hann nota tækifærið og greina frá því hvað þeir hafa gert fram að þessu og hvað sé næst á dagskrá. Í því samhengi vonast þeir til að fá ábendingar frá áhorfendum um hvað gæti verið áhugavert og gagnlet að taka fyrir. Að sjálfsögðu verður fjöldi ljósmynda úr verkefninu til sýnist á meðan á erindinu stendur.
Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á vefsíðu þess focuswestfjords.com.
Erindið fer fram á ensku í kaffisal Háskólaseturs Vestfjarða. Það hefst að vanda kl. 12.10 og er að sjálfsögðu opið öllum áhugasömum.
Ágúst Atlason hefur búið starfað á Vestfjörðum mestan hluta ævi sinnar. Síðastliðin þrjú ár hefur hann fengist mikið við að ljósmynda sitt nánast umhverfi. Hann vinnur sem margmiðlunar hönnuður hjá Snerpu á Ísafirði og sérhæfir sig í vefhönnun.
Matt Willen er prófessor í ensku við Elizabethtown Collage í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum þar sem hann kennir m.a. námskeið í textaskrifum og útgáfuhönnun. Hann verður í rannsóknarleyfi þar til í september 2010 og mun á þeim tíma helga sig Focus Westfjords verkefninu.