Vísindaport: Olíuleit á hafsbotni og Drekasvæðið
Í Vísindaport föstudaginn 19. mars mun Þórarinn Sveinn Arnarson, sérfræðingur hjá Orkustofnun, fjalla um olíuleit á hafsbotni og könnunarleiðangur sem nú er í undirbúningi um Drekasvæðið. Erindið fer fram á ensku og hefst klukkan 12.10 í kaffisal Háskólaseturs.
Í fyrirlestrinum verður fjallað almennt um helstu mæliaðferðir sem eru notaðar við olíuleit á hafsbotni. Um fjölda mismunandi aðferða er að ræða sem hafa ólíka kosti og galla. Í lok fyrirlestrarins verður svo fjallað um leiðangur sem er í undirbúningi um Drekasvæðið á skipi Hafrannsóknastofnunarinnar, Árna Friðrikssyni. Í leiðangrinum er stefnt að því að safna kjarnasýnum af yfirborðsseti til að kanna hvort ummerki um olíu eða gas sé að finna á völdum stöðum á svæðinu. Fjallað verður um tilgang slíkrar sýnasöfnunar, hvaða mælingar hægt er að gera á sýnunum og sýnd dæmi um niðurstöður frá öðrum svæðum. Einnig verður hafsbotninn á hluta af svæðinu kortlagður til viðbótar við svæðið sem var kortlagt árið 2008 og nýi lágtíðnidýptarmælirinn um borð í Árna notaður til að kanna yfirborðssetlögin. Leiðangurinn er samvinnuverkefni Orkustofnunar, Hafrannsóknastofnunarinnar, Ísor og norsku Olíustofnunarinnar.
Þórarinn Sveinn Arnarson lauk doktorsprófi í haffræði frá University of Washington árið 2004 og starfar nú við umsýslu á sviði olíuleitar hjá Orkustofnun.
Í fyrirlestrinum verður fjallað almennt um helstu mæliaðferðir sem eru notaðar við olíuleit á hafsbotni. Um fjölda mismunandi aðferða er að ræða sem hafa ólíka kosti og galla. Í lok fyrirlestrarins verður svo fjallað um leiðangur sem er í undirbúningi um Drekasvæðið á skipi Hafrannsóknastofnunarinnar, Árna Friðrikssyni. Í leiðangrinum er stefnt að því að safna kjarnasýnum af yfirborðsseti til að kanna hvort ummerki um olíu eða gas sé að finna á völdum stöðum á svæðinu. Fjallað verður um tilgang slíkrar sýnasöfnunar, hvaða mælingar hægt er að gera á sýnunum og sýnd dæmi um niðurstöður frá öðrum svæðum. Einnig verður hafsbotninn á hluta af svæðinu kortlagður til viðbótar við svæðið sem var kortlagt árið 2008 og nýi lágtíðnidýptarmælirinn um borð í Árna notaður til að kanna yfirborðssetlögin. Leiðangurinn er samvinnuverkefni Orkustofnunar, Hafrannsóknastofnunarinnar, Ísor og norsku Olíustofnunarinnar.
Þórarinn Sveinn Arnarson lauk doktorsprófi í haffræði frá University of Washington árið 2004 og starfar nú við umsýslu á sviði olíuleitar hjá Orkustofnun.