Vísindaport: Melrakki, lágfóta og fleiri tófur
Vísindaport föstudagsins 2. október verður tileinkað melrakkanum og er fyrirlesari Ester Rut Unnsteinsdóttir, forstöðumaður Melrakkaseturs Íslands, sem staðsett er í Eyrardal í Súðavík. Ester mun í fyrirlestri sínum fjalla um uppruna og útbreiðslu melrakkans, nafngiftir og sérstöðu hérlendis. Sagt verður frá einstakri aðlögun tegundarinnar að nístingskulda norðurheimskautsins. Bornar verða saman tvær megin stofngerðir tófunnar í heiminum með tilliti til fæðuvals og tímgunarlíffræði. Litafar að sumar og vetrarlagi verður kynnt í máli og myndum auk almennra upplýsinga um lífshætti tegundarinnar. Að lokum verður sagt frá nýstofnuðu Melrakkasetri í Súðavík, markmiðum þess og áætlunum.
Melrakkinn (lat. Alopex lagopus) er hánorrænt dýr sem finnst umhverfis norður-heimskautið og allt suður til Íslands. Hérlendis er hann eina upprunalega landspendýrið og hefur líklega verið hér frá því landið reis undan ísaldarjöklinum fyrir um tíu þúsund árum. Íslenskir refir eru því órjúfanlegur hluti íslenskrar náttúru og hafa aðlagast henni vel.
Heimasíða Melrakkaseturs er www.melrakki.is
Vísindaportið fer að vanda fram í kaffisal Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Allir velkomnir.
Melrakkinn (lat. Alopex lagopus) er hánorrænt dýr sem finnst umhverfis norður-heimskautið og allt suður til Íslands. Hérlendis er hann eina upprunalega landspendýrið og hefur líklega verið hér frá því landið reis undan ísaldarjöklinum fyrir um tíu þúsund árum. Íslenskir refir eru því órjúfanlegur hluti íslenskrar náttúru og hafa aðlagast henni vel.
Heimasíða Melrakkaseturs er www.melrakki.is
Vísindaportið fer að vanda fram í kaffisal Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Allir velkomnir.