fimmtudagur 20. október 2011

Vísindaport: Ljós í myrkri

Í Vísindaporti föstudaginn 21. október mun Hjalti Karlsson fjalla um notkun ljóss við veiðar á þorski. Þar sem notast verður við myndbandsupptökur í erindinu verður það flutt í fundarsal Þróunarsetursins.
Hjalti Karlsson er með BS gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og starfar sem útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar á Ísafirði.
Vísindaportið sem er öllum opið er að þessu sinni haldið í fundarsal Þróunarseturssins og hefst það klukkan 12:10.