fimmtudagur 8. apríl 2010

Vísindaport: Jarðeldarnir á Heimaey 1973 - mannlegi þátturinn

Í Vísindaporti föstudaginn 9. apríl mun Dagný Arnarsdóttir fjalla um gosið á Heimaey árið 1973 og afleiðingar þess. Mjög fáar rannsóknir hafa verið gerðar á samfélags- og umhverfislegum áhrifum jarðeldanna. Í erindinu, sem verður á óformlegum nótum, mun Dagný viðra ýmsar hliðar hamfaranna sem ekki hafa endilega ratað í fyrirsagnir sögubóka.

Erindið fer fram á íslensku og hefst sem fyrr kl. 12.10 í kaffisal Háskólaseturs.

Dagný Arnarsdóttir er uppalin í Vestmanneyjum en starfar nú sem fagstjóri meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Hún lauk meistaragráðu í umhverfis- og auðlindastjórnun frá Háskóla Íslands og B.A gráðu í fornleifafræði frá sama skóla.