Vísindaport: Halldór og Þórbergur í sveitsöguþríleik Jóns Kalmans
Í Vísindaporti Háskólaseturs föstudaginn 23. október, mun Ingi Björn Guðnason fjalla um Þórberg Þórðarson og Halldór Laxness í sveitasöguþríleik Jóns Kalmans Stefánssonar.
Síðustu þrjár skáldsögur Jóns Kalmans, Sumarljós og svo kemur nóttin, Himnaríki og helvíti og Harmur englanna, sem kom út fyrir nokkrum dögum, hafa vakið mikla athygli og hlotið lof gagnrýnenda. Mun minna fór fyrir fyrstu þremur prósaverkum Jóns Kalmans, Skurðum í rigningu, Sumrinu bakvið Brekkuna og Birtunni á fjöllunum sem eru þó engu síður athyglisverð. Saman mynda þessar bækur þríleik sveitasagna sem gerast á Vesturlandi á áttunda áratug síðustu aldar. Í fyrirlestri sínum í Vísindaporti mun Ingi Björn fjalla um hvernig höfundarverk og bókmenntasögulegt vægi Þórbergs og Halldórs birtist í þríleiknum og hvernig þetta hefur áhrif á frásagnarhátt verkanna.
Ingi Björn Guðnason er bókmenntafræðingur að mennt og starfar hjá Háskólasetri Vestfjarða. Fyrirlesturinn byggir á hluta af MA ritgerðar hans í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er fengist við sveitasöguþríleik Jóns Kalmans út frá ólíkum sjónarhornum, en auk tengslanna við Þórberg og Halldór, er fjallað um þríleikinn með tilliti til íslensku sveitasagnahefðarinnar og út frá frásagnarfræði og kenningum um sjálfsögur í ritgerðinni.
Fyrirlesturinn hefst að vanda klukkan 12.10 og fer fram í kaffisal Háskólasetursins. Allir velkomnir.
Síðustu þrjár skáldsögur Jóns Kalmans, Sumarljós og svo kemur nóttin, Himnaríki og helvíti og Harmur englanna, sem kom út fyrir nokkrum dögum, hafa vakið mikla athygli og hlotið lof gagnrýnenda. Mun minna fór fyrir fyrstu þremur prósaverkum Jóns Kalmans, Skurðum í rigningu, Sumrinu bakvið Brekkuna og Birtunni á fjöllunum sem eru þó engu síður athyglisverð. Saman mynda þessar bækur þríleik sveitasagna sem gerast á Vesturlandi á áttunda áratug síðustu aldar. Í fyrirlestri sínum í Vísindaporti mun Ingi Björn fjalla um hvernig höfundarverk og bókmenntasögulegt vægi Þórbergs og Halldórs birtist í þríleiknum og hvernig þetta hefur áhrif á frásagnarhátt verkanna.
Ingi Björn Guðnason er bókmenntafræðingur að mennt og starfar hjá Háskólasetri Vestfjarða. Fyrirlesturinn byggir á hluta af MA ritgerðar hans í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er fengist við sveitasöguþríleik Jóns Kalmans út frá ólíkum sjónarhornum, en auk tengslanna við Þórberg og Halldór, er fjallað um þríleikinn með tilliti til íslensku sveitasagnahefðarinnar og út frá frásagnarfræði og kenningum um sjálfsögur í ritgerðinni.
Fyrirlesturinn hefst að vanda klukkan 12.10 og fer fram í kaffisal Háskólasetursins. Allir velkomnir.