miðvikudagur 23. mars 2011

Vísindaport: Er viðhorf það sama og hegðun?

Í Vísindaporti föstudaginn 25. mars mun Gústaf Gústafsson, forstöðumaður Markaðstofu Vestfjarða fjallar um hegðun neytenda út frá sýn markaðsmannsins. Sem fyrr hefst Vísindaportið kl. 12.10 og fer fram í kaffisal Háskólaseturs. Allir velkomnir!

Í erindi sínu mun Gústaf m.a. varpa fram eftirfarandi spurningum: Hvernig hegða neytendur sér og af hverju? Getum við treyst viðhorfskönnunum? Hvaða forsendur höfum við til ákvarðanatöku? Einnig mun hann fjalla um neytendasálfræði, vísindagrein sem byggir á sálfræði, félagsfræði, mannfræði og hagfræði og er mikilvægur hluti af markaðsmálum nútímanns. Neytendasálfræði skyggnist inn í hvenær, hvers vegna, hvernig og hvar fólk kaupir, eða kaupir ekki vöru.