miðvikudagur 18. mars 2015

Vísindaport: Að móta samfélag

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir segir frá ferli og ákvarðanatöku vegna breyttrar landnotkunar, m.a. þegar ósnortnu landi er breytt í manngert umhverfi, í Vísindaportinu föstudaginn 20.03.2015. Hún fer yfir skipulagsferlið og forsendur byggingaframkvæmda og annarra leyfsisskyldra  framkvæmda. Þá sýnir Ólöf Guðný dæmi um ólíkar byggingar sem hannaðar eru eftir sömu deiliskipulagsforskrift. Að loknum fyrirlestrinum verða fyrirspurnir og umræður.

Ólöf Guðný er arkitekt frá Arkitektaskólanum í Árósum í Danmörku og með diploma í fjölmiðlun frá Háskóla Íslands.
 Hún hefur rekið eigin teiknistofu Plan 21 ehf um árabil þar sem hún hefur veitt ráðgjöf í skipulags- og byggingarmálun bæði einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum.
 Síðustu ár hefur Ólöf Guðný m.a. unnið að hönnun skipulags- og bygginga í Kína ásamt manni sínum Birni S. Hallssyni arkitekt auk ýmissa verkefna hér heima, nú síðast að breytingum á höfuðstöðvum Microsoft á Íslandi. 
Ólöf Guðný tók nýlega við starfi skipulags- og byggingarfulltrúa Ísafjaðarbæjar en hún hefur áður sinnt því starfi fyrir önnur sveitarfélög.

Vísindaport er öllum opið og hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. 


Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt verður gestur Vísindaports föstudaginn 20.03.2015
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt verður gestur Vísindaports föstudaginn 20.03.2015