Vinsældir Arnalds áhyggjuefni?
Í vísindaporti vikunnar mun Bergljót S. Kristjánsdóttir fjalla stuttlega um viðbrögð við niðurstöðum úr könnun Fréttablaðsins þar sem lesendur voru spurðir hvern þeir teldu besta rithöfund þjóðarinnar og flestir nefndu Arnald Indriðason. Í framhaldi af því verður sjónum beint að úrvinnslu Arnalds úr íslenskri og erlendri bókmenntrahefð, einkum í Sonum duftsins.
Bergljót er prófessor í íslenskum bókmenntum við HÍ og hefur fjallað bæði um miðaldabókmenntir og samtímabókmenntir.
Vísindaportið er óformlegur umræðutími í hádeginu á föstudögum og fer fram í kaffisal Háskólaseturs.