miðvikudagur 9. apríl 2008

Viltu vita hvernig kennsla fer fram í fjarfundabúnaði?


Í tengslum við opið hús kennaradeildar Háskólans á Akureyri föstudaginn 11. apríl, verður fjarfundabúnaðurinn í HA opinn til fjarnemenda á Ísafirði, Þórshöfn og í Vestmannaeyjum á tímanum 14:30-16:00.
Íbúar á þessum stöðum sem áhuga hafa fyrir að kynna sér hvernig slík kennsla fer fram, eru velkomnir í heimsókn á fjarkennslustaðina í sinni heimabyggð og sjá og upplifa. Fjarfundurinn fer fram í stofu 2 í Háskólasetri Vestfjarða og verða fjarnemendur HA á staðnum.
Með kveðju!
Kennaradeild Háskólans á Akureyri