mánudagur 28. ágúst 2017

Viltu hýsa skiptinema í haust?

Háskólasetur Vestfjarða leitar nú að fjölskyldum sem vilja hýsa bandaríska háskólanema tímabilið 14.september - 6.október.

Nemendurnir verða 17 talsins og munu þeir sitja vettvangsáfanga sem fjallar um loftslagsmál á Norðurslóðum: Iceland and Greenland: Climate Change and the Arctic. Þessari námsbraut var hleypt af stokkunum haustið 2016, af SIT Study Abroad sem er bandarískur háskóli, í samvinnu við Háskólasetrið. 

Markmiðið með að bjóða þessum ungmennum gistingu í heimahúsum er að gefa þeim tækifæri til að taka þátt í lífi fjölskyldu og kynnast þannig íslenskri menningu og tungu. Heimagisting fyrir nemendur SIT skólans hefur verið í boði síðan 2012 og gefist mjög vel.

Við hvetjum áhugasama til að hafa samband við Pernillu Rein, verkefnastjóra hjá Háskólasetrinu í síma 820-7579 eða pernilla@uw.is. Bendum einnig á Facebook hóp verkefnisins: https://www.facebook.com/groups/SITfjolskyldurHaust2017/


Sveinbjörn
Sveinbjörn "Simbi" Hjálmarsson, Sóley Árnadóttir og fjölskylda tóku að sér tvo SIT nemendur s.l. sumar. (Mynd: Simbi)