Viltu hýsa erlendan háskólanema í sumar?
Auk þessa að fræðast um orkumál munu nemendurnir sitja tíma í íslensku og fá að kynnast menningu og sögu svæðisins. Kynning á landi og þjóð er mikilvægur hluti af öllu vettvangsnámi SIT og til þess að þessir erlendu gestir fái tækifæri til að kynnast íslensku fjölskyldulífi og æfa sig í tungumálinu er gisting í heimahúsum þáttur í dvölinni. S.l. sumar opnuðu nokkrar fjölskyldur á Ísafirði, í Hnífsdal og í Bolungarvík heimili sín fyrir nemendum SIT, sem fengu að gista hjá þeim í tvær vikur. Óhætt er að segja að þetta hafi gefist vel. Þær fjölskyldur sem tóku þátt voru í flesta staði mjög ánægðar og fannst gefandi að fá tækifæri til að kynnast erlendu ungmenni og leyfa þeim að taka þátt í daglegu lífi fjölskyldunnar, eins og lesa má um í þessari frétt: „Lærdómsríkt og skemmtilegt að taka erlendan gest inn á heimilið"
Tímabilið sem um ræðir er 16.- 30. júní 2013. Gesturinn þarf helst að fá sér herbergi ásamt morgun- og kvöldmat og er greitt fyrir þessa þjónustu. Að öðru leyti er ætlast til þess að gesturinn fái að vera eins og einn af fjölskyldunni og að fjölskyldumeðlimir séu duglegir að tala íslensku við gestinn sinn og leyfi honum að taka þátt í leik sem heimilisstörfum. Við leitum aðallega að fjölskyldum, en einstaklingar og t.d. barnlaus pör koma einnig til greina.
Kynningarfundur verður haldinn í Háskólasetrinu mánudaginn 11.mars kl 18:00. Hvetjum alla sem hafa áhuga á taka þátt til að mæta. Upplagt að kynna sér verkefnið og hitta aðra gestgjafa, bæði nýja og fjölskyldur frá því í fyrra.
Frekari upplýsingar veitir Pernilla Rein verkefnastjóri, pernilla(hjá)uwestfjords.is eða í síma 450-3044 (kl. 8-12).