fimmtudagur 21. maí 2015

Vikulangt íslenskunámskeið að klárast

Frá því á mánudag hefur lítill hópur áhugasamra nemenda sótt vikulangt námskeið í íslensku við Háskólasetur Vestfjarða. Nemendurnir koma frá Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum þótt tveir þeirra séu reyndar búsettir á Þingeyri um þessar mundir.

Námskeiðið markar upphaf íslenskunámskeiða Háskólaseturs þetta árið en líkt og fyrri ár er von á fjölda nemenda í ágúst sem munu bæði stunda nám á Ísafirði og Núpi í Dýrafirði. Í ágúst verður boðið upp á þriggja vikna byrjendanámskeið, tveggja vikna námskeið á miðstigi, þrjú viku löng framhaldsnámskeið þar sem áhersla er lögð á ákveðna færniþætti í hverju námskeiði fyrir sig og að lokum vikulangt byrjendanámskeið.

Enn er opið fyrir umsóknir í námskeiðin í ágúst en þar ættu flestir áhugasamir um að læra íslensku að finna eitthvað við sitt hæfi. Nánari upplýsingar á vefsvæði íslenskunámskeiðanna.


Nemendur ásamt kennara. Frá vinstri: Ólöf Bergmannsdóttir, kennari, Volker Beyer, Kreszentia Flauger, Vera Green, Jane Sophie Lauxen og Samantha Albert
Nemendur ásamt kennara. Frá vinstri: Ólöf Bergmannsdóttir, kennari, Volker Beyer, Kreszentia Flauger, Vera Green, Jane Sophie Lauxen og Samantha Albert