fimmtudagur 5. janúar 2017

Vikulangt íslenskunámskeið á nýju ári

Í þessari viku hefur staðið yfir vikulangt íslenskunámskeið við Háskólasetrið svokallað Crash Course námskeið. Þetta námskeið hefur verið í boði í byrjun árs í nokkur ár en einnig er hægt að sækja það í maí og ágúst.

Sex nemendur sækja námskeiðið að þessu sinni og koma þeir frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Finnlandi og Þýskalandi. Tveir nemendanna eru búsettir á Vestfjörðum en flestir hinna nemendanna koma gagngert til Íslands og vestur á Ísafjörð til að sækja námskeiðið.

Vikulanga námskeiðið verður næst á boðstólnum í maí eða nánar tiltekið vikuna 8.-12. maí. Enn eru laus pláss á því námskeiði en allar frekari upplýsingar eru aðgengilegar á vefsíðu þess. Að vanda er þó megnið af íslenskunámskeiðum Háskólaseturs  í boði í ágúst en á vefsíðu íslenskunámskeiðanna má nálgast allar frekari upplýsingar.


Nemendurnir ásamt Ólöfu Bergmannsdóttur íslenskukennara.
Nemendurnir ásamt Ólöfu Bergmannsdóttur íslenskukennara.