miðvikudagur 1. apríl 2015

Vettvangsnámskeið í paradís þangs og þara

Vettvangsnámskeiðið í Reykhólasveit felst þó ekki bara í því að skoða því nemendur vinna einnig viðskiptaáætlun fyrir verkefni að eigin vali. Meðal verkefnanna er veitingahús sem sérhæfir sig í að selja þörungarétti, framleiða Algitella sem álegg á brauð, gerð viðskiptaáætlunar fyrir baðferðamennsku sem tengir sjóböð og köfun í þaraskógum við afslöppun í heitum pottum. Útvistun hluta framleiðslu sem nú þegar er í gangi til Reykhóla er e.t.v. raunhæfasta verkefni sem unnið er að á námskeiðinu og framleiðsla vistvænna blekhylkja þar sem blekið er unnið úr þangi er væntanlega það langsóttasta.


Kennararnir voru tveir, Dr. Peter Krost, sem hefur kennt námskeið í fiskeldi hjá Háskólasetri áður og rekur þararæktun í Eystrasalti, og María Maack, líffræðingur sem hefur mikla reynslu af starfi nýsköpunarfyrirtækja og er búsett á Reykhólum.


Námskeiðið er styrkt af Sóknaráætlun landshluta.