miðvikudagur 14. september 2011

Vettvangsferð og ný kennslulota

Nemendur heimsóttu Ósvör.
Nemendur heimsóttu Ósvör.
Nemendur höfðu í nógu að snúast þessa fyrstu viku því auk valnámskeiðsins var vikan nýtt sem nokkurskonar nýnemavika þar sem nemendum voru boðnir velkomnir og þeim kynnt ýmislegt í næruhverfinu. Nýnemavikunni lauk á föstudaginn var, með vettvangsferð í Bolungarvík og Skálavík. Meðal annars skoðuðu nemendur sjóminjasafnið í Ósvör, heimsóttu Náttúrustofu Vestfjarða, Náttúrugripasafnið og að lokum var farið yfir í Skálavík þar sem pönnukökur og kakó biðu nemenda.



[mynd 3 h]Nokkrar breytingar hafa orðið á skipulagi námsleiðarinnar frá síðustu árum og taka þær gildi nú í haust. Breytingarnar felast einkum í því að einingafjöldi og kennslulotur námskeiða verða breytilegar, eins og sjá má á þeim tveimur námskeiðum sem hér hafa verið nefnd. Í stað þess að öll námskeið séu þriggja vikna löng og sex einingar að vægi, geta þau nú verið allt frá einni og upp í átta einingar og þar af leiðandi einnig mis löng hvað kennslutíma varðar. Inntak námsins breytist ekki en með þessari nýju umgjörð námsskeiða næst fram hnitmiðaðri blanda af þeim viðfangsefnum umhverfis- og auðlindastjórnunar sem nemendum er ætlað að kunna skil á að loknu námi.