mánudagur 22. nóvember 2010

Vettvangsferð meistaranema til Súðavíkur

Carrie Drake, nemi í CMM, skoðar aðstöðu refaskyttu sem er til sýnis í Melrakkasetrinu.
Carrie Drake, nemi í CMM, skoðar aðstöðu refaskyttu sem er til sýnis í Melrakkasetrinu.
Næst var Bernskan ehf sótt heim. Bernskan er fyrirtæki sem framleiðir beitu, aðallega úr makríl, fyrir línubáta og er um að ræða svokallaða pokabeitu. Bernskan er eina fyrirtækið í heiminum sem framleiðir pokabeitu. Sveinbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Bernskunnar, sýndi hópnum vinnsluna og útskýrði vinnsluferlið. Óhætt er að segja að nemendunum hafi þótt þetta nokkuð merkilegt.

Loks heimsótti hópurinn Murr ehf sem framleiðir gæludýrafóður úr íslensku hráefni. Tók þar á móti hópnum Sigurdís Samúelsdóttir verkstjóri og útskýrði hina ýmsu þætti framleiðslunnar. Hópurinn fékk að sjá hráefni sem og tilbúnar afurðir og þótti þeim þessi heimsókn ekki síður áhugaverð.

[mynd 3 v]Heimsóknirnar í framleiðslufyrirtækin tvö og Melrakkasetrið sýnir þá miklu breidd sem er í atvinnulífi Súðavíkur, sveitarfélagi þar sem um 200 manns búa, og höfðu nemarnir orð á því. Háskólasetur Vestfjarða vill þakka þeim aðilum sem að heimsókninni komu kærlega fyrir góðar móttökur.