mánudagur 17. maí 2010

Vettvangsferð í Vigur með frönskum loftslagssérfræðingi

Kennslustund undir berum himni.
Kennslustund undir berum himni.
Í Vigur skoðuðu nemendur loftslagsnámskeiðsins m.a. ummerki um nýlegan sinubruna og var sá viðburður tengdur við ýmislegt forvitnilegt sem fram hafði komið á námskeiðinu m.a. minnkandi ofankomu. Nemendur mengunarnámskeiðsins skoðuðu viðburðinn út frá öðru sjónarhorni, þ.e. með tilliti til þess hvort slíkir brunar í náttúrunni geti haft í för með sér umhverfismengun.

Jafnframt þessum námspælingum nutu nemendur og kennarar náttúrufegurðarinnar í Vigur og ekki síður gestrisni ábúenda sem kynntu t.d. æðardúntekju og vinnslu fyrir þeim. Ekki var síður ánægjulegt að njóta siglingarinnar með Sjóferðum á Ísafirði sem veittu framúrskarandi þjónustu og hugsuðu vel um hópinn.