þriðjudagur 13. október 2009

Vettvangsferð á Flateyri

Hluti námsmannahópsins á útsýnispallinum við snjóflóðavarnargarðinni ofan við Flateyri.
Hluti námsmannahópsins á útsýnispallinum við snjóflóðavarnargarðinni ofan við Flateyri.
Þar tók Jóhanna Kristjánsdóttir á móti nemunum og fræddi þá um verslunina. Einnig var komið við á ýmsum stöðum sem tengjast sjávarútvegi. Þar á meðal í beitningarskúr og í fiskverkuninni EG, fyrirtæki Guðrúnar og eiginmanns hennar, þar sem hópnum var boðið upp á harðfisk. Ferðin endaði svo í frystihúsi Eyrarodda, þar sem Teitur Björn Einarsson, framkvæmdastjóri fræddi hópinn um fyrirtækið og vinnsluna. Þar gafst nemunum einnig tækifæri til að spyrja nánar út í rekstur slíkra fyrirtækja, sem þeir nýttu sér vel.

 

[mynd 3 h]Ferðin veitti nemunum, sem flestir eru af erlendum uppruna, gott tækifæri til að öðlast innsýni í líf og lífsskilyrði fólks í litlu samfélagi við sjávarsíðuna sem á undanförnum árum hefur þurft að glíma við afleiðingar snjóflóðs og samdrátt á atvinnumarkaði.

 

Kunnum við öllum sem aðstoðuðu og tóku á móti nemunum bestu þakkir fyrir þeirra framlag.