Vestfirskar konur og Vesturvirkið
Í Vísindaporti föstudaginn 26. nóvember n.k. klukkan 12:10 ætlar Finnbogi Hermannsson að ræða um viðfangsefni tveggja bóka sem hann hefur skrifað og koma út núna fyrir jólin.
Eða eins og hann segir sjálfur: ,,Segja frá vísindaiðkunum sínum á Bakkavegi 11 í Hnífsdal þar sem hann situr jafnan að bókaramennt. Hefur nokkuð rannsakað líf og hag kvenna á Vestfjörðum í blíðu og stríðu en endanleg niðurstaða þeirra rannsókna liggur ekki enn þá fyrir. Þá hefur Finnbogi kafað nokkuð ofan í herfræði og mannfræði ratsjárstöðvar sem Bandaríkjaher rak á Straumnesfjalli í Sléttuhreppi á sjötta áratug síðustu aldar. Þar nutu menn nýrrar tækni sem kennd var við senditækið Troposcatter svo dæmi sé tekið. Guðfræði herstöðvarinnar er líka á dagskrá. Um þetta fjallar Finnbogi í bók sinni Virkið í Vestri sem nú sér dagsins ljós."
Bækur Finnboga sem koma út fyrir þessi jól heita Vestfirskar konur í blíðu og stríðu og Vesturvirkið, Vestfirðir í kalda stríðinu.
Finnbogi Hermannsson er flestum kunnur, enda starfaði hann lengst af sem fréttamaður hjá RÚV og hefur frá starfslokum þar setið við skriftir.
Vísindaportið sem er öllum opið er haldið í kaffistofu Háskólasetursins og hefst klukkan 12:10.
Eða eins og hann segir sjálfur: ,,Segja frá vísindaiðkunum sínum á Bakkavegi 11 í Hnífsdal þar sem hann situr jafnan að bókaramennt. Hefur nokkuð rannsakað líf og hag kvenna á Vestfjörðum í blíðu og stríðu en endanleg niðurstaða þeirra rannsókna liggur ekki enn þá fyrir. Þá hefur Finnbogi kafað nokkuð ofan í herfræði og mannfræði ratsjárstöðvar sem Bandaríkjaher rak á Straumnesfjalli í Sléttuhreppi á sjötta áratug síðustu aldar. Þar nutu menn nýrrar tækni sem kennd var við senditækið Troposcatter svo dæmi sé tekið. Guðfræði herstöðvarinnar er líka á dagskrá. Um þetta fjallar Finnbogi í bók sinni Virkið í Vestri sem nú sér dagsins ljós."
Bækur Finnboga sem koma út fyrir þessi jól heita Vestfirskar konur í blíðu og stríðu og Vesturvirkið, Vestfirðir í kalda stríðinu.
Finnbogi Hermannsson er flestum kunnur, enda starfaði hann lengst af sem fréttamaður hjá RÚV og hefur frá starfslokum þar setið við skriftir.
Vísindaportið sem er öllum opið er haldið í kaffistofu Háskólasetursins og hefst klukkan 12:10.