föstudagur 21. maí 2010

Verkfræðinám á Ísafirði

Háskólasetur Vestfjarða og tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík hafa stofnað til samstarfs um að bjóða Vestfirðingum að hefja verkfræðinám í heimabyggð. Nemendur geta nú tekið fyrsta árið í verkfræði við HR sem fjarnám, en hópurinn mun á skólaárinu 2010-2011 hafa sameiginlega vinnuaðstöðu og aðgang að aðstoðarkennara í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði. Nemendur nálgast fyrirlestra, verkefni og önnur námsgögn rafrænt og samskipti við aðalkennara fara fram gegnum vefinn. Nemendur og aðstoðarkennari fara í kennslulotur til Reykjavíkur tvisvar á önn og þá fer m.a. fram verkleg kennsla.

 

Námsgreinar á fyrsta ári eru: Stærðfræði I og II, Eðlisfræði I og II, Efnafræði, Forritun í Mathlab, Tölvustudd teikning og hönnun, Stöðu- og burðarþolsfræði, Línuleg algebra og Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Kennsla á haustönn 2010 hefst fimmtudaginn 19. ágúst 2010.

 

Námsbrautir í boði eru: Vélaverkfræði, hátækniverkfræði, rekstrarverkfræði og heilbrigðisverkfræði. Nánari upplýsingar um námsbrautir í verkfræði er að finna á heimasíðu HR www.hr.is

 

Upplýsingar um námsbrautir í verkfræði og skipulag náms má nálgast á heimasíðu Verkefræðideildar HR og í Kennsluskrá fyrir námsbrautir í verkfræði.

 

Nánari upplýsingar veitir Martha Lilja M. Olsen, kennslustjóri Háskólaseturs Vestfjarða í síma 450 3041 eða netfanginu marthalilja@uwestfjords.is